Reykjavík

Fréttamynd

Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó

Strætó skerðir í dag þjónustu sína við far­þega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnar­­for­­maður skilur ó­­­sætti far­þega vel og vonast til að skert þjónusta verði að­eins tíma­bundin.

Innlent
Fréttamynd

„Það stenst enginn þetta augna­ráð“

Það mun vanta sjö leið­sögu­hunda fyrir blinda og sjón­skerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eig­anda leið­sögu­hunds, í mið­bæ Reykja­víkur í gær sem lýsti afar nánu sam­bandi sínu við besta vin sinn - Gaur.

Innlent
Fréttamynd

Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út

Sam­tökin Geð­hjálp segja ljóst að dag­­lega sé brotið á mann­réttindum fólks inni á geð­­deildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft.

Innlent
Fréttamynd

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Opna Sirkus á ný

Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé.

Lífið
Fréttamynd

Virkni er velferð

Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu.

Skoðun
Fréttamynd

Afhjúpuðu styttu af þríeykinu

Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Menning
Fréttamynd

Nemandi réðst á kennara í Reykja­vík

Lögregla var kölluð að skóla í Reykjavík fyrr í dag eftir að nemandi réðst á kennara í skólanum og braut rúðu. Lögreglan segir að unnið verði að málinu í samráði við viðkomandi skóla og foreldra nemandans.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán nýir ærslabelgir í Reykjavík

Þrettán nýir ærslabelgir verða settir upp í Reykjavík í sumar. Ærslabelgirnir verða tveir í Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bústöðum, tveir í Árbæ og Norðlingaholti, þrír í Breiðholti og einn í Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Laugardal og Vesturbæ.

Innlent