Reykjavík

Fréttamynd

Út­hverfin ekki út­undan

Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni.

Skoðun
Fréttamynd

For­setinn byrjar bingó í Kola­portinu

Kolaportsmessa dagsins verður sérlega hátíðleg en sjálfur forseti Íslands mun heiðra messugesti með nærveru sinni. Að lokinni messu mun forsetinn draga fyrstu kúluna í bingói sem er sérhannað til að kenna íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Heimatilbúinn vandi Reykjavíkurborgar

Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga.

Skoðun
Fréttamynd

Líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um sjálf­stæði

Inn­viða­ráð­herra líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykja­víkur­borg sam­hliða sveitar­stjórnar­kosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði á­fram hluti af Reykja­vík en í­búar ættu að hafa sitt að segja um það.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Opnum stríðs­hrjáðu flótta­fólki hlýjan faðm

Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Dómurinn þyngdur yfir karlinum sem hrinti konu fram af svölum

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóni Rúnar Péturssyni, rúmlega fertugum karlmanni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu árið 2019. Jón Rúnar fékk 21 mánaða dóm í héraði í fyrra en Landsréttur þyngdi refsinguna í tvö og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg Gréta sækist eftir 5. sæti

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, nýsköpunarfræðingur og leikkona, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Tökum til borginni

Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slitið verði á tengslin við vina­borgina Moskvu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kjal­nesingar vilja slíta sig frá Reykja­­vík á ný

Kjal­nesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykja­víkur­borg og annað­hvort endur­heimta sjálf­stæði sitt eða sam­einast sveitar­fé­lagi sem er stað­sett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta sam­hliða næstu sveitar­stjórnar­kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi

Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum

Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um

Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni.

Innlent