Árborg

„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“
Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni.

Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006
Vatnsyfirborð Ölfusár hækkar og hækkar vegna klakastíflu sem hefur myndast í henni. Hækkunina má sjá myndrænt á myndum þar sem klakinn nálgast grenitré sem stendur á toppi Jórukletts í miðri ánni.

Ölfusá orðin bakkafull af ís
Vatnsyfirborð Ölfusár heldur áfram að hækka vegna klakastíflunnar sem hefur myndast í henni. Farvegurinn er nú sagður bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður nærri Hótel Selfossi.

Ísstífla hrannast upp í Ölfusá
Ís er farinn að hrannast upp aftur í farvegi Ölfusár neðan og við Selfoss. Vegna stíflunnar er vatnshæð árinnar komin upp í fjóra metra og hefur ekki verið hærri síðan árið 2020.

Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi
Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi.

Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni
Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar.

Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss
Mikill ís er í Ölfusá við Selfoss í kjölfar kuldatíðar síðustu daga, ekki síst við Selfosskirkju og Selfossbæina.

Lyftistöng fyrir samfélagið
Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg.

Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira
Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu.

Af skynsemi Vegagerðarinnar
Ölfusárbrú sem kostar allt að fimm sinnum meira en góð klassísk brú er sögð skynsöm fjárfesting. Með síauknum þunga eru nú færð fyrir því rök í löngu máli - korter í kosnignar - að 18 milljarða verkið skuli hafið sem fyrst.

Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi
Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál.

Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum
Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche, og Linda Björk Hilmarsdóttir, markþjálfi og verslunareigandi, hafa sett sælureitinn sinn við Tjarnabyggð á Selfossi á sölu. Ásett verð er 117, 9 milljónir.

Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2025 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Þar var ákveðið að lækka útsvarsprósentuna í 14,97 prósent og álagið afnumið. Frá þessu er greint í frétt á vef sveitarfélagsins.

Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar
Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku.

Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna
Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna.

Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi.

Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina
Í dag eru stór tímamót í sögu samgangna á Suðurlandi þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að nýrri Ölfusárbrú sem mun bæta lífsgæði, auka umferðaröryggi og greiða fyrir flæði í einu af lykilsamgöngusvæðum landsins.

Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna
Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu.

Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn
Karlmaður hefur hlotið 45 daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að fremja líkamsárás og eignaspjöll á Selfossi í september 2022.

Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag
Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg.

„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“
Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót.

Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi
Konur í Kvenfélagi Selfoss hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar við saumavélarnar sínar því þær tóku að sér að sauma fjölnota lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands, allt úr endurunnu efni.

Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú?
Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú.

Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé
Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum.

Ekki púað á Snorra
Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti.

Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti
Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram.

Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands
Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum.

Verkfall kennara skollið á
Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.

Gert ráð fyrir aðkomu ríkisins til viðbótar við brúargjöld
Í bandorminum svokallaða, tekjufrumvarpi fjármálaráðherra fyrir næsta ár, er gert ráð fyrir að ríkissjóður gæti þurft að standa undir allt að helmingi kostnaðar við byggingu Ölfusárbrúar.

Vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi
Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.