Vestmannaeyjar Fyrir Heimaey býður aftur fram og Íris vill leiða listann áfram Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hyggst aftur bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sækist jafnframt aftur eftir því að leiða listann. Innlent 3.2.2022 11:17 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. Innlent 2.2.2022 21:21 Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Viðskipti innlent 2.2.2022 11:25 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Innlent 30.1.2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. Innlent 29.1.2022 23:17 Lögreglan rannsakar mál skipstjórans á Herjólfi Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi mannsins runnu út rétt fyrir jól. Innlent 24.1.2022 11:00 „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum Hann er stoltur af því að vera „Drullusokkur“ númer eitt en hér erum við að tala um Tryggva Sigurðsson, sem er einn af stofnendum bifhjólasamtakanna „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum. Tryggvi er líka mikill listasmiður þegar kemur að bátslíkönum. Innlent 6.1.2022 20:16 Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. Innlent 5.1.2022 23:28 Bundu niður fjúkandi þak og aðstoðuðu við sjúkraflutninga Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út nokkuð oft í dag og sinnt ýmsum verkefnum. Gærdagurinn var einnig nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum, vegna veðurs. Innlent 2.1.2022 18:59 Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins. Innlent 30.12.2021 11:02 Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Innlent 27.12.2021 13:15 Hópsmit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum Átta starfsmenn og tveir heimilismenn hjúkrunarheimilisins Hsu Hraunbúða greindust smitaðir af kórónuveirunni í dag. Innlent 26.12.2021 21:59 Hermann fann aðstoðarmann sinn á Bretlandseyjum Þrautreyndur breskur þjálfari að nafni Dave Bell mun aðstoða Hermann Hreiðarsson við þjálfun fótboltaliðs ÍBV í A-deildinni á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 22.12.2021 23:30 Munu fljúga tvisvar í viku til Vestmannaeyja Samkomulag hefur náðst milli flugfélagsins Ernis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að Ernir muni sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja tvisvar í viku. Flogið verður á mánudögum og föstudögum. Innlent 21.12.2021 14:58 Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Innlent 19.12.2021 20:11 Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. Innlent 15.12.2021 20:40 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Viðskipti innlent 7.12.2021 12:16 Hásteinsvöllur verður að gervigrasvelli Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, verður gerður að gervigrasvelli með flóðlýsingu á næstunni. Framkvæmdir hefjast næsta haust og vonast er til að völlurinn verði klár fyrir upphaf Íslandsmótsins 2023. Fótbolti 7.12.2021 11:02 Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Innlent 27.11.2021 09:03 Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Innlent 23.11.2021 19:07 Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Skoðun 10.11.2021 09:00 Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Innlent 8.11.2021 22:21 Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Innlent 6.11.2021 13:31 Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld. Innlent 3.11.2021 20:10 Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Innlent 28.10.2021 15:35 Stóð vaktina í Surtseyjargosi og Heimaeyjareldum Fjöldi fólks fagnaði á dögunum útgáfu bókarinnar Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur. Lífið 20.10.2021 17:30 Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18.10.2021 10:50 Eldar fyrir krónprinsinn og fær viðamikla umfjöllun á BBC á sama deginum Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld. Lífið 12.10.2021 19:49 Hermann ráðinn þjálfari uppeldisfélagsins Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem mun leika í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumarið. Hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið. Íslenski boltinn 3.10.2021 17:16 Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum. Innlent 2.10.2021 20:10 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 31 ›
Fyrir Heimaey býður aftur fram og Íris vill leiða listann áfram Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hyggst aftur bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sækist jafnframt aftur eftir því að leiða listann. Innlent 3.2.2022 11:17
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. Innlent 2.2.2022 21:21
Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Viðskipti innlent 2.2.2022 11:25
„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Innlent 30.1.2022 15:00
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. Innlent 29.1.2022 23:17
Lögreglan rannsakar mál skipstjórans á Herjólfi Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi mannsins runnu út rétt fyrir jól. Innlent 24.1.2022 11:00
„Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum Hann er stoltur af því að vera „Drullusokkur“ númer eitt en hér erum við að tala um Tryggva Sigurðsson, sem er einn af stofnendum bifhjólasamtakanna „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum. Tryggvi er líka mikill listasmiður þegar kemur að bátslíkönum. Innlent 6.1.2022 20:16
Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. Innlent 5.1.2022 23:28
Bundu niður fjúkandi þak og aðstoðuðu við sjúkraflutninga Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út nokkuð oft í dag og sinnt ýmsum verkefnum. Gærdagurinn var einnig nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum, vegna veðurs. Innlent 2.1.2022 18:59
Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins. Innlent 30.12.2021 11:02
Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Innlent 27.12.2021 13:15
Hópsmit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum Átta starfsmenn og tveir heimilismenn hjúkrunarheimilisins Hsu Hraunbúða greindust smitaðir af kórónuveirunni í dag. Innlent 26.12.2021 21:59
Hermann fann aðstoðarmann sinn á Bretlandseyjum Þrautreyndur breskur þjálfari að nafni Dave Bell mun aðstoða Hermann Hreiðarsson við þjálfun fótboltaliðs ÍBV í A-deildinni á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 22.12.2021 23:30
Munu fljúga tvisvar í viku til Vestmannaeyja Samkomulag hefur náðst milli flugfélagsins Ernis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að Ernir muni sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja tvisvar í viku. Flogið verður á mánudögum og föstudögum. Innlent 21.12.2021 14:58
Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Innlent 19.12.2021 20:11
Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. Innlent 15.12.2021 20:40
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Viðskipti innlent 7.12.2021 12:16
Hásteinsvöllur verður að gervigrasvelli Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, verður gerður að gervigrasvelli með flóðlýsingu á næstunni. Framkvæmdir hefjast næsta haust og vonast er til að völlurinn verði klár fyrir upphaf Íslandsmótsins 2023. Fótbolti 7.12.2021 11:02
Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Innlent 27.11.2021 09:03
Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Innlent 23.11.2021 19:07
Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Skoðun 10.11.2021 09:00
Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Innlent 8.11.2021 22:21
Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Innlent 6.11.2021 13:31
Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld. Innlent 3.11.2021 20:10
Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Innlent 28.10.2021 15:35
Stóð vaktina í Surtseyjargosi og Heimaeyjareldum Fjöldi fólks fagnaði á dögunum útgáfu bókarinnar Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur. Lífið 20.10.2021 17:30
Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18.10.2021 10:50
Eldar fyrir krónprinsinn og fær viðamikla umfjöllun á BBC á sama deginum Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld. Lífið 12.10.2021 19:49
Hermann ráðinn þjálfari uppeldisfélagsins Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem mun leika í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumarið. Hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið. Íslenski boltinn 3.10.2021 17:16
Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum. Innlent 2.10.2021 20:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent