Snæfellsbær

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna
Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega
Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum.

Icefjord and Olafsbay
Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar.

„Fólk verður bara að taka mynd af sér“
„Vinsamlegast kyssist,“ stendur á nýju skilti í Ólafsvík sem sveitarstjóri vonast til að verði aðdráttarafl í bænum. Regnbogastígur á Kirkjutúni var málaður í gær við hliðina á Ólafsvíkurkirkju og undir Bæjarfossi.

Smábátur strandaði við Arnarstapa
Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík.

Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi
Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi.

Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“
BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör.

Nafn mannsins sem lést við Arnarstapa
Maðurinn sem lést í slysinu við Arnarstapa á Snæfellsnesi síðastliðinn fimmtudag hét Jón Tómas Erlendsson.

Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó.

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa
Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.

Alvarlegt slys á Arnarstapa
Björgunarsveitarfólk frá Hellissandi tók þátt í miklum aðgerðum á Arnarstapa vegna alvarlegs slyss sem varð þar í gær. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um slysið.

Verkföll boðuð í sundlaugum um hvítasunnuhelgi
Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Komu lekum strandveiðibát til bjargar
Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Glæsileg þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi opnuð
Ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var formlega opnuð á föstudaginn fyrir helgi. Miðstöðin er um sjö hundruð fermetrar að stærð og kostaði ríflega sex hundruð milljónir króna.

Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu
Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta.

Vilja Hopp-hjól í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Snæfellsnesi og Tröllaskaga fyrir sumarið
Stefnt er að því að koma Hopp-hjólum í umferð á Hellu, Hvolsvelli, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fyrir sumarið.

Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins.

Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ.

Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár
Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun.

Mikil ánægja er með Svæðisgarð Snæfellsnes
Mikil ánægja er með Svæðisgarð Snæfellsnes, sem hefur verið til í átta ár en um er að ræða samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæðinu. Garðurinn byggir á sameiginlegri sýn um sérstöðu Snæfellsnes.

Munu reyna allt til að koma í veg fyrir lokun starfstöðvar Hafró í Ólafsvík
„Okkur líst engan veginn á þessi áform og erum í raun mjög ósátt að Hafró sé að gera þetta.“

Grettir Sterki mættur til Stykkishólms
Dráttarbáturinn Grettir Sterki er kominn til Stykkishólms. Báturinn er í leigu hjá Vegagerðinni, Sæferðum og Stykkishólmsbæ en Sæferðir sjá um að manna bátinn.

Ólsarar framlengja ekki við Guðjón
Guðjón Þórðarson heldur ekki áfram sem þjálfari 2. deildarliðs Víkings Ó. Stjórn knattspyrnudeildar félagsins ákvað að framlengja ekki samning hans.

Tannlæknir og prófessor með 80 geitur á Snæfellsnesi
Geitur eru í miklu uppáhaldi hjá tannlækni og háskólaprófessor á Snæfellsnesi en þar eru þau með um 80 geitur og 50 kið.

Gleðin allsráðandi í Ólafsvík
Gleðin var allsráðandi á Hinseginhátíð Vesturlands sem fór fram í Ólafsvík í dag. Þar var að sjálfsögðu gengin gleðiganga líkt og tíðkast á sambærilegri hátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert.

Tveimur bjargað úr lekum báti
Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát.

Hákon ráðinn nýr þjóðgarðsvörður
Hákon Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við
Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við.

Eldur í báti norður af Hellissandi
Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.