Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2025 09:43 Eyjólfur Ármannssson innviðaráðherra hefur birt drög að ítarlegu frumvarpi í samráðsgátt. Vísir/Anton Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu. Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31