Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum

Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Þekkir einhver strákinn fremst á ljósmyndinni?

Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans.

Innlent
Fréttamynd

Minnumst og höldum á­fram

"Við minnumst þessara atburða en látum þá ekki trufla okkur og höldum ótrauð áfram," segir Sigurður Hafberg, grunnskólakennari á Flateyri. Húsfyllir var í íþróttahúsinu á Flateyri í gærkvöldi en þar fór fram minningarathöfn í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á bæinn með þeim hörmulegu afleiðingum að tuttugu manns létu lífið.

Innlent