Hælisleitendur

Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning
Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið.

1.500 líf í okkar höndum
Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur.

Ítrekar afstöðu sína gegn því að svipta fólk heilbrigðisþjónustu
Landlæknisembættið hefur ítrekað þá afstöðu sína að það sé óásættanlegt að svipta fólk réttinum til heilbrigðisþjónustu og að þjónustan eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu einstaklinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd.

Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga
Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi.

Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela
Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina.

Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað
Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum.

Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar
Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum.

Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi
Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann.

Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna
Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima.

„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“
Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði.

Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir
Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur.

Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings
Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn.

Á erfitt andlega eftir einn og hálfan mánuð án réttinda
Maður sem hefur verið þjónustusviptur hefur dvalið hér á landi án réttinda í rúmlega einn og hálfan mánuð segir stöðu sína vera ansi slæma. Hann hefur ítrekað þurft að sofa úti.

„Líklega mjög miklir fólksflutningar“ til Venesúela framundan
Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd.

Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu
Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið.

Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar
Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref.

Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn
Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið.

Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn
Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun.

„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins.

Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni
Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin.

Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra
Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi.

Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti.

Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga.

Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun
Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag.

Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu
Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt.

Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári
Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023.

Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi
Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur.

Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli
Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki.

Stefna Miðflokksins í málefnum útlendinga er skýr
Það er merki um sterka málefnastöðu Miðflokksins þegar andstæðingar hans í stjórnmálum hoppa á vagna sem flokkurinn hefur dregið all lengi oftast einn. Er þakkarvert og styrkur að því að aðrir taki undir málefni sem barist hefur verið fyrir um árabil. En það er líka merki um hugmyndafátækt og kjarkleysi pólitískra andstæðinga þegar þeir stökkva til og þramma braut sem aðrir hafa rutt.

Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk
Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur.