Smálán

Fréttamynd

Neytendasamtökin skera upp herör gegn smálánastarfsemi

Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Formaður samtakanna segir þau hafa skorið upp herör gegn smálánastarfsemi undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

VR fer í hart gegn smálánafyrirtækjum

Stjórn VR samþykkti í kvöld að fara í samstarf með Neytendasamtökunum til þess að berjast gegn smálánum og harkalegum innheimtuaðgerðum þeim tengdum. VR mun meðal annars leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu í tengslum við baráttu gegn ólögmætri innheimtu smálánafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána

Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smálán heyra nú sögunni til

Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja breytt lög um smálán

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði

Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli.

Innlent
Fréttamynd

Komist upp með grímulaus lögbrot

Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð ­prósent vöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS

Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti.

Innlent
Fréttamynd

Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána

Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána.

Innlent