Seðlabankinn

Fréttamynd

Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna

Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri segir komandi kjara­samninga ráða úr­slitum

Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum.

Innlent
Fréttamynd

Mismunandi formennska búi til flækjustig innan Seðlabankans

Óhætt sé að fullyrða að vel hafi tekist til við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins en ljóst er að gera þarf breytingar á fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, ýmist skerpa á verksviði nefndarinnar eða skipa seðlabankastjóra sem formann nefndarinnar. Þetta kom fram í máli Óla Björns Kárasonar þingmanns í umræðu á Alþingi um starf Seðlabanka Íslands eftir að hann var sameinaður Fjármálaeftirlitinu.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn býr sig undir 75 punkta vaxtahækkun

Afgerandi meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Verðbólgan er komin vel yfir spár, langt er í næstu ákvörðun og trúverðugleiki Seðlabankans er sagður í húfi.

Innherji
Fréttamynd

Á óþekktum slóðum

Seðlabankanum er augljóslega vandi á höndum. Of lítil vaxtahækkun á vaxtaákvörðunarfundi næstkomandi miðvikudag – án efa þeim mikilvægasta frá því að Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra – gæti grafið verulega undan trúverðugleika bankans í augum markaðsaðila um að honum sé alvara um að ná böndum á verðbólgunni.

Umræðan
Fréttamynd

Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust

Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna?

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Ekki útilokað að Seðlabankinn hækki vexti um 1 prósentu í einu vetfangi

Ekki er útilokað að Seðlabanki Íslands ákveði að hækka stýrivexti um 1 prósentu á næsta vaxtaákvörðunarfundi í febrúar. Verðbólgumælingin fyrir janúar var mikið frávik í sögulegu samhengi og undirliggjandi verðbólguþrýstingur er umtalsverður. Þetta segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta.

Innherji
Fréttamynd

Óvissa um þróun fasteignamarkaðarins sjaldan verið meiri

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er orðið hátt á alla hagræna mælikvarða. Í árslok 2021 var verðið með tilliti til launa landsmanna og fjármagnskostnaðar rúmlega einu prósenti hærra en það hefur verið að meðaltali undanfarin tíu ár.

Innherji
Fréttamynd

Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans

Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Of flókið regluverk kemur niður á eftirliti með fjármálakerfinu

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, segir að regluverkið í kringum fjármálakerfið sé sennilega orðið flóknara en góðu hófi gegnir. Umstangið í kringum innleiðingu á Evrópugerðum kemur niður á getu stofnunarinnar til að sinna mikilvægum eftirlitsstörfum.

Innherji