
Þýski handboltinn

Birtu myndasyrpu af töfrabragði Eyjamannsins
Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði magnað mark fyrir þýska handboltaliðið Gummersbach í leik um helgina.

„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“
Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr.

Gísli fyrirliði Magdeburg og tók við bikar í gær
Þýskalandsmeistarar Magdeburgar ætla sér stóra hluti í vetur eftir frábært tímabil í fyrra með tvo íslenska landsliðsmenn í fararbroddi.

„Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta“
Sveinn Andri Sveinsson hefur ákveðið að yfirgefa Aftureldingu til að spila með liði Empor Rostock í þýsku 2. deildinni, við litla kátínu Gunnars Magnússonar þjálfara Aftureldingar.

Karabatic varar leikmenn við þýsku úrvalsdeildinni
Nikola Karabatic, einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, segist ekki geta mælt með því við nokkurn leikmann að leika í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildinni.

Tvö Íslendingalið fá sæti á HM félagsliða í handbolta
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson munu allir taka þátt með liðum sínum í heimsmeistaramóti félagsliða í handbolta sem fram fer í október á þessu ári.

Sagosen þarf að fara í aðra aðgerð eftir hræðilegt ökklabrot
Norðmaðurinn Sandor Sagosen var borinn af velli vegna ökklabrots í leik Kiel og Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í síðasta mánuði. Hann þarf að fara í aðra aðgerð vegna meiðslanna og gæti misst af HM í janúar næstkomandi.

Ómar Ingi: Tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta
Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaðurinn í þýsku bundesligunni í vetur, bestu handboltadeild heims.

Alfreð Gísla sér íslenska handboltalandsliðið berjast um verðlaun á næstu árum
Alfreð Gíslason er einn sá reyndasti og sigursælasti í hópi handboltaþjálfara heimsins og hann hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á næstu árum.

Ómar Ingi langbestur í Þýskalandi
Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í dag kjörinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en hann leikur með Þýskalandsmeisturum Magdeburg.

„Ég fór hratt í djúpu laugina“
Goðsögnin Ólafur Stefánsson fór aftur út í þjálfun í vetur er hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá þýska handknattleiksfélaginu Erlangen. Hann er að finna sig vel í nýja starfinu og verður áfram í Þýskalandi en hann samdi upprunalega við liðið í febrúar fyrr á þessu ári.

Ómar Ingi í liði ársins annað árið í röð
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta annað árið í röð. Ómar varð þýskur meistari með liði sínu, Magdeburg.

„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“
Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Arnar þriðji Íslendingurinn sem skiptir til Ribe í sumar
Örvhenta skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska úrvalsdeildarfélagið Ribe-Esbjerg.

„Kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi“
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, segist ekki útiloka heimkomu til Íslands þegar samningur hans við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2024. Alfreð segist þá hræddur við tilhugsunina að mæta Íslandi fram að þeim tímapunkti.

Elvar Örn skotfastastur í Þýskalandi
Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður MT Melsungen, reyndist skotfastasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á nýliðnu tímabili.

Sveinn þurfti að fara aftur undir hnífinn
Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson þurfti að gangast undir aðra aðgerð á hné vegna alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með íslenska landsliðinu seint á síðasta ári.

Glæsilegum ferli Alexanders lauk í kvöld
Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, spilaði í kvöld sinn síðasta handboltaleik á löngum og glæsilegum ferli sínum.

Ómar endaði næst markahæstur og Bjarki Már þriðji
Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag þar sem heil umferð var spiluð á sama tíma. Ómar Ingi Magnússon endar sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar og Bjarki Már Elísson þriðji.

Guðjón Valur fær rós í hnappagatið
Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, er þjálfari ársins í þýsku B-deildinni í handbolta karla.

Ómar Ingi og Bjarki Már geta báðir orðið markakóngar á sunnudag
Stórskyttan Ómar Ingi Magnússon og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eiga báðir góða möguleika á að verða markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi var markakóngur á síðustu leiktíð og gæti þar með skráð sig í einkar fámennan hóp.

Bjarki skoraði níu í jafntefli
Það voru 16 íslensk mörk í fimm leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarki Már var með langflest þeirra.

Úkraínsku meistararnir gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni
Úkraínsku meistararnir í handbolta, Motor Zaporozhye, gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni á næsta tímabili, án þess þó að taka þátt í deildarkeppninni sjálfri.

Yfirgefur Viggó til að taka við stöðu Viktors Gísla
Sænski markvörðurinn Tobias Thulin mun ganga í raðir danska handknattleiksfélagsins GOG í sumar. Á hann að fylla skarð Viktors Gísla Hallgrímssonar sem er á leið til Nantes í Frakklandi.

Brunað með Sagosen á sjúkrahús eftir hræðilegt ökklabrot
Norðmaðurinn Sander Sagosen var borinn af velli þegar Kiel vann 29-22 sigur á Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Norskir fjölmiðlar greina frá því að HM í janúar sé í hættu.

Óli Stef áfram í Þýskalandi
Ólafur Stefánsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Erlangen, þar sem hann starfar nú sem aðstoðarþjálfari Raul Alonso.

Bjarki markahæstur í sigri á Flensburg
Tveir Íslendingar eru að keppast um markakóngstitilinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hinn hálf-íslenski Hans Lindberg trónir á toppnum.

Vilja hjálpa Ómari að verða aftur markakóngur
Eftir að hafa orðið markakóngur í Þýskalandi í fyrra og markakóngur EM í janúar getur Ómar Ingi Magnússon bætt við öðrum markakóngstitli í Þýskalandi á næstu sjö dögum.

Díana Dögg slapp naumlega við fall
Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur hennar í þýska handboltaliðinu Zwickau sluppu naumlega við fall úr þýsku úrvalsdeildinni eftir eins marks tap gegn Göppingen í dag. Um var að ræða síðari leik liðanna í umspil um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Níu íslensk mörk í sjö marka sigri Melsungen | Elliði skoraði fimm
Íslendingaliðin Bergischer og Melsungen mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þar sem gestirnir í Melsungen unnu sjö marka sigur. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu svo enn leikinn í B-deildinni.