Miðflokkurinn

Fréttamynd

Þagnarbindindi í ræðu­stól Al­þingis

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu.

Innlent
Fréttamynd

Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkis­stjórninni að falli

Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur mál kláruð fyrir þing­slit: „Skyn­sam­leg lúkning sem for­seti leggur til“

Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Þinglokasamningur í höfn

Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­met slegið í málþófi

Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn.

Innlent
Fréttamynd

„Býsna margt orðið grænmerkt“

Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staða setji ný við­mið á þingi sem ógni lýð­ræðinu

Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Mesta fylgi síðan 2009

Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Lág­kúra og della að mati ráð­herra

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn – Rödd skyn­seminnar í borginni

„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“

Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. 

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoða á­form um 1,5 milljarða skattahækkun

Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum

Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk hláturs­kast í ræðu­stól

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35.

Innlent