
Ástin og lífið

Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue
Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt.

Rikki G og Valdís eiga von á barni
Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og kona hans Valdís Unnarsdóttir eiga von á barni.

„Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“
Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, tannsmiður og Hallgrímur A. Ingvarsson athafnamaður, og fimm barna foreldrar eru trúlofuð. Hallgrímur kom sinni heittelskuðu á óvart með rómantísku bónorði á Ibiza.

Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri
Þau Rebekka Eva Valsdóttir og Ásgeir Andri Helenuson eru æskuást hvors annars.

Hersir og Rósa greina frá kyninu
Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á dreng. Frá þessu greinir Rósa í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu
Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum.

Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba
Tónlistarkonan Kesha er í leit að ástinni og mætir því með opnum hug. Hún var gestur í spjallþætti Drew Barrymore þar sem stöllurnar fóru yfir þessi mál.

Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku
Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust.

Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen
Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð.

50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“
„Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar.

Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife
Sjónvarpskonan vinsæla Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind festival, og Jón Geir Friðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Byko og hjólreiðakappi, njóta lífsins í sólinni á Tenerife um þessar mundir.

Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn
Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið.

Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði
Óhefðbundni stefnumótaviðburðurinn Pitch or Ditch fer fram á Loft hostel í kvöld þar sem fólk getur komið einhleypum vinum sínum í samband með glærusýningum.

Þórhildur greinir frá kyninu
Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á stelpu.

Einhleypir þokkasveinar
Með hækkandi sól og lengri dögum færist léttleiki í lífið, og hjörtun slá örar. Sumarið getur verið fullkomið tækifæri til að kynnast nýju fólki, daðra og mögulega finna ástina. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi sett saman lista yfir glæsilega einhleypa þokkasveina sem gætu vel stolið hjarta þínu í sumar.

Stefán Teitur á skeljarnar
Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona.

Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“
Tónlistarkonan Sigga Beinteins setti nýverið inn færslu á Facebook-hópinn, Hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og útilegubúnaður til sölu, þar sem hún auglýsti hjólhýsi frá árinu 1979 til sölu. Sigga óskar eftir tilboði í gripinn.

Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina
Hljómsveitin XXX Rottweiler hundar fagna 25 ára starfsafmæli sínu í Laugardalshöll 24. maí og hefur Erpur Eyvindarson, forsprakki sveitarinnar, verið í hverju hlaðvarpsviðtalinu á fætur öðru og lofar veislu.

Einar og Milla eiga von á dreng
Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4, eiga von á dreng. Einar greindi frá því í hjartnæmri færslu á Instagram á mæðradaginn, síðastliðinn sunnudag.

María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar
Listahjónin María Birta Fox og Elli Egilsson Fox eru orðin tveggja barna foreldrar en nýverið bættist lítil stúlka við fjölskylduna. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær.

Arnar og Sara gáfu syninum nafn
Hlauparinn Arnar Pétursson og Sara Björk Þorsteinsdóttir, förðunarfræðingur og ljósmyndari, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi. Drengurinn fékk nafnið Þorsteinn Hrafn.

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn
Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun.

Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó
Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan.

Hugmyndir fyrir mæðradaginn
Mæðradagurinn er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Á þessum degi hefur myndast falleg hefð fyrir því að gleðja og dekra við mæður landsins, sem gegna einu mikilvægustu hlutverki samfélagsins. Að eiga góða og kærleiksríka móður er sannkallað gæfuspor og gerir lífið dýpra og innihaldsríkara.

Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný
Fyrirsætan Molly-Mae Hague og boxarinn Tommy Fury eru tekin aftur saman eftir að hafa slitið fimm ára sambandi sínu í ágúst síðastliðnum. Parið sem á saman tveggja ára dótturina Bambi ávann sér frægð fyrir þátttöku í raunveruleikaþátunum Love Island árið 2019.

Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, eiga von á stúlku í haust.

Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku
Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á dóttur á næstu vikum, að því er fram kemur í færslu Völu á Instagram.

Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði
Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni.

Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn
Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason, viðskiptastjóri hjá Isavia, eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig í borg ástarinnar, París, þann 2. maí síðastliðinn.

Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur
Það er óhætt að segja að pörin í Viltu finna milljón hafi fengið skemmtilegt verkefni á dögunum þegar átti að plana skemmtilegt stefnumót með makanum sínum. Stefnumótið mátti ekki kosta meira en fjögur þúsund krónur.