

Enska knattspyrnusambandið hefur kært knattspyrnustjórana Arsene Wenger hjá Arsenal og Alan Pardew hjá West Ham fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni um helgina. Vallarverðir þurftu að skilja þá félaga í sundur og lá við handalögmálum. Þeir hafa frest til 23. nóvember til að svara fyrir sig.
Glenn Roeder, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Shola Ameobi þurfi líklega að fara til Ameríku í skurðaðgerð vegna þrálátra meiðsla á mjöðm sem hafa haldið framherjanum frá keppni í tvær vikur. Roeder segir að ef hann þurfi í uppskurðinn, þýði það væntanlega að hann spili ekki meira með liðinu á leiktíðinni.
Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um líkamsárás á næturklúbbi í Kensington í Lundúnum. Gascoigne er 39 ára gamall og hefur um árabil átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 43 ára gamall karlmaður hefur lagt fram kæru til lögreglu og heldur því fram að á sig hafi verið ráðist. Málið er í rannsókn.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Fílabeinsströndinni í næstu viku og það sem mesta athygli vakti var að Zlatan Ibrahimovic var ekki valinn í liðið.
Deildarbikarmeistarar Manchester United eru úr leik í keppninni þetta árið eftir 1-0 tap gegn Southend. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu nauman sigur á Chesterfield eftir framlengdan leik og vítakeppni, en Hermann skoraði sigurmark Charlton í vítakeppninni.
Southend hefur yfir 1-0 á heimavelli sínum gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. United hefur átt eitt skot í stöngina á marki Southend, sem á í vök að verjast eftir að Freddy Eastwood kom liðinu yfir á 27. mínútu.
Leikur Indiana Pacers og Philadelphia 76ers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland á miðnætti í kvöld. Leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Philadelphia er eitt þriggja liða í NBA sem enn hafa ekki tapað leik og hefur þessi byrjun Philadelphia komið nokkuð á óvart.
Alex Ferguson hefur varað leikmenn sína við því að ætla að vanmeta lið Southend þegar liðin mætast í deildarbikarnum í kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn. Hann segir leikinn við Crewe í síðustu umferð hafa undirstrikað að menn verði að vera fullkomlega einbeittir þó þeir spili gegn lægra skrifuðum andstæðingum.
Steve Bruce segist hafa íhugað alvarlega að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham í sumar eftir að lið hans féll úr úrvalsdeildinni. Lærisveinar hans mæta Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld og reyna þá að hefna ófaranna frá því í fyrra þegar liðið tapaði 7-0 fyrir þeim rauðu.
Stanislav Bernikov, fyrrum þjálfari þriðjudeildarliðsins Metallurg Lipetsk í Rússlandi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá atvinnuknattspyrnu eftir að hafa ráðið handrukkara til að berja þrjá af fyrrum leikmönnum sínum hjá liðinu.
Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham hafa fengið lögreglu að komast að því hver var að verki um helgina þegar smápeningi var kastað í höfuð Claus Jensen, leikmanns Fulham, í leik gegn Everton á laugardaginn. Svipað atvik átti sér stað í leik West Ham og Arsenal.
Franski bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham vandar fyrrum félögum sínum í Rennes ekki kveðjurnar og segist hafa farið frá félaginu af því það kjósi að vera með viljalausa sauði í sínum röðum.
Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Southend og Man Utd sýndur beint á Sýn klukkan 19:50. Fleiri leikir fara fram í keppninni annað kvöld og þá verður slagur Birmingham og Liverpool sýndur á Sýn.
Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína.
Keith Hackett, yfirmaður dómarastéttarinnar á Englandi, hefur komið Graham Poll dómara til varnar eftir að einn leikmanna Chelsea hélt því fram að hann hefði sagst vera að "kenna Chelsea lexíu" með því að spjalda þá í leiknum gegn Tottenham á sunnudaginn.
Stjórnarformaður Newcastle segir að Glenn Roeder knattspyrnustjóri hafi fullan stuðning stjórnarinnar þrátt fyrir afleitt gengi liðsins það sem af er tímabils í ensku úrvalsdeildinni, en Newcastle hefur ekki unnið sigur í sjö leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Knattspyrnumaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton Wanderers hefur verið handtekinn í kjölfar þess að konan hans sakaði hann um að leggja hendur á sig snemma á sunnudagsmorguninn. Diouf var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu en hann þarf að snúa aftur á lögreglustöðina á morgun og þá færst úr því skorið hvort hann verður kærður eða ekki.
Ronaldinho var valinn besti leikmaðurinn og Lionel Messi besti ungi leikmaðurinn þegar úrslit hinna árlegu FIFPro verðlauna voru gerð kunn í dag. Aukinheldur hlaut Samuel Eto´o, einnig leikmaður Barcelona, sérstök heiðursverðlaun sem veitt eru knattspyrnumanni sem hefur unnið framúrskarandi starf í þágu íþróttarinnar.
Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hefur tjáð leikmönnum sínum að þeir verði að átta sig á því hvaða þýðingu það hefur fyrir þá að klæðast treyju félagsins. Roeder segir leikmenn hafa brugðist trausti stuðningsmanna.
Eiður Smári Guðjohnsen gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt í framlínu Barcelona, ef eitthvað er að marka orð Frank Rijkaard eftir jafnteflið gegn Deportivo um helgina. Hollenski þjálfarinn hrósar Argentínumanninum Javier Saviola, sem tók stöðu Eiðs í fremstu víglínu, fyrir góða frammistöðu.
Enska slúðurblaðið News Of The World greinir frá því að Newcastle ætli sér að bjóða 11 milljónir punda í ítalska framherjann Antonio Cassano hjá Real Madrid þegar leikmannaglugginn opnar að nýju í janúar. Um helgina var Eiður Smári Guðjohnsen orðaður við Newcastle í nokkrum ensku blaðanna.
LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Seattle. Ófarir meistaranna í Miami halda áfram og í nótt tapaði liðið gegn Philadelphia.
Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins.
Vefmiðillinn Soccernet birtir ávallt á mánudögum lið vikunnar í enska boltanum. Að þessu sinni eiga aðeins sex félög í deildinni fulltrúa í liði vikunnar og ekkert þeirra fleiri en tvo leikmenn.
Dino Zoff, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hann var á göngu með konu sinni í Róm á laugardagskvöldið. Óprúttnir náungar höfðu af þeim öll þeirra verðmæti og gáfu Zoff um leið vænt glóðurauga.
Enska knattspyrnusambandið hefur hrint af stað rannsókn til að komast að því hverjir köstuðu smápeningum úr stúkunni í tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Á laugardag varð Claus Jensen, leikmaður Fulham, fyrir smápeningi og í gær fékk Robin van Persie hjá Arsenal aðskotahlut í höfuðið.
David Beckham, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og leikmaður Real Madrid á Spáni, vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið fyrr en hann hefur náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.
Lennart Johansson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, vill að refsingum fyrir ríkari félög verði breytt ef þau fara yfir strikið.
Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótboltanum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistarana frá því í fyrra, í lokaumferðinni sem fram fór í gær, 1-0.
Robbie Keane, framherji Tottenham, segir að liðið hafi einfaldlega átt sigurinn skilinn gegn Chelsea í dag. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er ekki á sama máli.