
Þingvellir

Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar.

Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði
„Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis.

Banaslys á Þingvallavegi
Ökumaður steypubifreiðar lést í umferðaslysi á Þingvallavegi í morgun.

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi
Alvarlegt umferðarslys varð á Þingvallavegi í morgun. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu.

Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn
Ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins komu saman á tíunda tímanum í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Um er að ræða vinnufund ríkisstjórnarinnar til að þétta hópinn enn frekar að sögn forsætisráðherra.

Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi
Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu.

Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku
Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag.

Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið
Ferðamaður tók vel í beiðni pars um að hann tæki af þeim paramynd á Þingvöllum í morgun. Þegar myndatökunni var lokið og parið á bak og burt áttaði ferðamaðurinn sig á því að hann var kortaveskinu fátækari.

Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit
Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða.

Kona á sjötugsaldri dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag til að sækja konu á sjötugsaldri sem hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Konan var komin til meðvitundar áður en hún var sótt með þyrlu og send til skoðunar á sjúkrastofnun.

Stálu íslensku grjóti en sáu að sér
Þjóðgarðinum á Þingvöllum barst óvenjulegur pakki alla leið frá Singapúr. Pakkinn var fullur af grjótvölum af ýmsum stærðum og gerðum.

Forsætisráðherra vill ekki víkja fyrir forsetanum á 17. júní
Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til.

Bylgjulestin í bongóblíðu á Þingvöllum
Það var hátíðleg stemming á Þingvöllum þegar Bylgjulestin mætti í 80 ára afmæli lýðveldisins. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við starfsfólk Bylgjunnar eins og aðra gesti og voru allir gluggar Bylgjubílsins opnir upp á gátt.

Heilmikil skemmtidagskrá og samsöngur á Þingvöllum í dag
Mikið hefur verið og verður áfram um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944. Í kvöld verður söngvavaka á gamla Valhallarreitnum.

Bylgjulestin verður á Þingvöllum laugardaginn 15. júní
Bylgjulestin er lögð af stað enn eitt sumarið og mun eins og áður ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar.

Vonast til þess að ráðgátan um Lögréttutjöldin leysist
Lögréttutjöldin eru komin aftur til Íslands eftir að hafa verið í Skotlandi í 166 ár. Verkefnastjóri sýningarinnar segir margt um sögu tjaldanna vera mikla ráðgátu og vonast til þess að læra meira um þau á meðan þau eru til sýnis.

Hvað er það sem Alþingi ber að vernda á Þingvöllum?
Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Náttúruverndar- og minjastofnun 20. mars sl. sagði hann: „með tilkomu nýrrar stofnunar verði stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallanefnd ekki lengur stjórnir yfir sjálfstæðum ríkisstofnunum“.

Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu.

Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna.

Kaupa Dive.is að fullu
Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is.

Hætta leit að bíl í Þingvallavatni
Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís.

Leit stendur yfir eftir að tilkynnt var um bíl í Þingvallavatni
Björgunarsveitir, lögreglumenn af Suðurlandi, slökkviliðsmenn frá Brunavörnu Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú að störfum við Þingvallavatn eftir að tilkynnt var um að bíll hafi farið í vatnið, sem er ísilagt að hluta.

„Hann var bókstaflega að deyja í höndunum á okkur“
Hreinn Heiðar Jóhannsson komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að hafa komið tveimur manneskjum til bjargar á einum sólarhring. Hann heldur áfram að bjarga mannslífum en fyrr á þessu ári kom hann að manni sem reyndist vera vinur hans, alvarlega slösuðum eftir vélsleðaslys á Langjökli.

Þingmennirnir mættir til Þingvalla
Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar.

Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd.

Stjórnarþingmenn funda á Þingvöllum í dag
Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra.

Nýttu sér forkaupsrétt á einu elsta húsinu á Þingvöllum
Þingvallanefnd ákvað í vor að nýta sér forkaupsrétt á sumarbústað við Valhallarstíg og greiddi 40 milljónir króna fyrir húsið. Skoðað verður að vera með rekstur í húsinu.

Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit.

Náði að bjarga öllu nema eigin tannbursta
Vegfarandi á Þingvöllum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í farþegarútu segir að ótrúlega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bílstjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tannbursta.

Rúta brann við Þingvallavatn
Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjábakkavegi austan við Þingvallavatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, gengu slökkvistörf vel.