Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar stúlku í Dalvíkurskóla harma óvægna umfjöllun um átök hennar og kennara, sem lauk með brottrekstri kennarans. Honum voru loks dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þau gagnrýna málflutning Kennarasambandsins, sem lýsti málavöxtum ítarlega í tilkynningu. Við ræðum við foreldrana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tilkynntum nauðgunum fjölgaði um ríflega þriðjung á milli ára samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. 61 prósent kynferðisbrota tengjast börnum og hefur hlutfallið ekki verið hærra í fimm ár. Langstærstur hluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mikið álag er á starfsfólki kynferðisbrotadeildar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Suðurnesjafólk er langþreytt á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kallar hana öllum illum nöfnum. Þau segja læknana gefa sér lítinn tíma í að skoða vandamál þeirra og rangar greiningar á alvarlegum kvillum allt of algengar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það gæti slokknað í faraldri kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum að sögn sóttvarnalæknis. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir drengs sem var sendur heim frá Heilbirgðisstofnun Suðurnesja með alvarlega innvortis blæðingu eftir hálskirtlatöku er hætt að sækja heilbrigðisþjónstu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Rætt verður við móður drengsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skotvopnið sem var notað í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Með réttum efnum getur maður sett saman lífshættuleg vopn af þeirri gerð í ódýrum prenturum heima við. Dæmi eru um tilraunir til slíks á Íslandi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um þær tilslakanir sem gripið verður til nú á miðnætti, þegar tvö hundruð mega koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Við tökum stöðuna á Landspítalanum og hittum hressa framhaldsskóla krakka sem fagna því ákaft að geta loks haldið skólaböll á ný.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um umfangsmiklar aðgerðir við Þingvallavatn þar sem unnið hefur verið að því að ná öllum fjórum farþegum flugvélarinnar sem fórst í síðustu viku upp úr vatninu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar hefur fylgst með aðgerðum í dag og ræðir við viðbragðsaðila í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með TF-ABB á Þingvallavatni upp á yfirborðið og flugvélinni sjálfri. Aðgerðin er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálf lamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitir sinntu hátt í tvö hundruð verkefnum í aftakaveðri sem gekk yfir landið í dag og nótt. Rafmagnsstaurar brotnuðu, þakplötur rifnuðu af húsum og bílar eyðilögðust en þrátt fyrir það urðu áhrif óveðursins talsvert minni en spáð var. Hættustigi almannavarna hefur verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við ítarlega yfir atburði dagsins í leitinni að flugmanni og þremur farþegum TF-ABB sem fórst á fimmtudag. Belgískir fjölmiðlar hafa staðfest að einn þeirra sem fórst sé rúmlega þrítugur áhrifavaldur og hefur hans verið minnst á Instagram reikningi hans í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Rætt verður við Odd Árnason yfirlögregluþjón í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umfangsmikil leit stendur enn yfir af lítilli flugvél sem ekkert hefur spurst til í um einn og hálfan sólarhring. Við förum ítarlega yfir aðgerðir dagsins í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá þungamiðju leitarsvæðisins við Þingvallavatn.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umfangsmikil leit stendur yfir að flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki hefur spurst til síðan. Þrír voru um borð i vélinni auk flugmanns.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi er spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og Íslendingur segir háskólanema ætla að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Til skoðunar er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn heilbrigðisráðherra. Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarin áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Við ræðum við þingmennina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Við ræðum við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stórt skref í átt að af­námi sótt­varna­að­gerða verður stigið á mið­nætti þegar fimm­tíu manns mega koma saman, nándar­regla verður einn metri og opna má skemmti­staði á ný. Allar innan­lands­að­gerðir vegna kórónu­veirunnar gætu heyrt sögunni til um miðjan mars.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára og neyddist til að fara í meðferð. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að nauðsynjalausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þúsundir Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Forsætisráðherra segir skrefið marka eðlisbreytingu á baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hefur margfaldast á síðustu tíu árum, þrátt fyrir aukna meðvitund um skaðsemi lyfjanna og hertar reglur. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og í Kompás að loknum fréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem við ræddum við fólk sem tók þátt í svokallaðri alheimsfriðargöngu gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 tökum við Færeyinga tali en þar ríkir mikil gleði með ákvörðun stjórnvalda um að aflétta samkomutakmörkunum, þrátt fyrir að nýgengi smita sé það hæsta í heimi.

Innlent