Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Sport 5.2.2021 19:28 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Innlent 5.2.2021 16:49 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. Innlent 5.2.2021 15:34 Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Sport 5.2.2021 14:01 Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Innlent 5.2.2021 13:33 Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. Innlent 5.2.2021 12:26 Svandís ræddi tillögur Þórólfs Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá. Innlent 5.2.2021 11:18 Einn greindist innanlands og fimm á landamærum Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. Innlent 5.2.2021 11:01 Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Erlent 5.2.2021 10:34 Svandís fór með tillögur Þórólfs á ríkisstjórnarfundinn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði seint í gærkvöldi með tillögum sínum um næstu skref í aðgerðum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við Vísi. Innlent 5.2.2021 10:08 Barnaheill: Ríkar þjóðir bregðist við neyðinni í Afríku vegna COVID Barnaheill - Save the Children hvetur ríkar þjóðir til að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni í lágtekjuríkjum og að kennarar verði meðal þeirra sem settir í forgang. Heimsmarkmiðin 5.2.2021 09:52 Bóka þúsundir hótelherbergja til að bregðast við nýjum reglum Bresk yfirvöld hafa bókað þúsundir hótelherbergja í landinu til að bregðast við nýjum reglum sem taka gildi 15. febrúar næstkomandi og varða íbúa í Bretlandi sem snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa verið í löndum þar sem nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa verið sérstaklega skæð. Erlent 5.2.2021 08:06 Ísland enn eina græna landið í Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 5.2.2021 07:44 Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum. Innlent 4.2.2021 17:11 Gjörólíkir öskudagar í Kringlunni og Smáralind Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Viðskipti innlent 4.2.2021 13:38 Dæmi um að veist sé að starfsfólki verslana með ofbeldi vegna grímunotkunar Dæmi eru um að viðskiptavinir sem ekki hafa verið með grímu í verslunum hafi veist að starfsfólki með ofbeldi þegar þeim hafi verið bent á að setja upp grímuna, en eins og allir ættu að vita er skylda að vera með andlitsgrímu inni í búðum. Innlent 4.2.2021 11:55 „Vægar“ tilslakanir innanlands en hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með í smíðum tillögur að „vægum“ tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Mun hann skila þeim til ráðherra öðru hvoru megin við helgina en vildi ekki tjá sig frekar um þær á upplýsingafundi nú í þessu. Innlent 4.2.2021 11:17 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. Innlent 4.2.2021 11:15 Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það er annan daginn í röð sem enginn greinist innalands. Innlent 4.2.2021 10:57 Svona var 159. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar á fimmtudegi klukkan 11. Innlent 4.2.2021 10:34 Hársbreidd frá því að lenda allir í sóttkví fyrir Super Bowl Minnstu mátti muna að yfir 20 leikmenn Kansas City Chiefs þyrftu að fara í sóttkví rétt fyrir Ofurskálarleikinn við Tampa Bay Bucaneers sem er á sunnudaginn. Ástæðan? Klipping. Sport 4.2.2021 09:30 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. Erlent 4.2.2021 07:13 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. Atvinnulíf 4.2.2021 07:00 Komin „yfir toppinn“ en eiga langt í land Bretland er nú „komið yfir toppinn“ á þeirri bylgju kórónuveirunnar sem ríður yfir ríkið, samkvæmt landlækni Englands. Erlent 3.2.2021 23:03 Saumar ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveiruna Brúður í formi ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveirukonan eru á meðal hundraða sköpunarverka Arndísar Sigurbjörnsdóttur Innlent 3.2.2021 20:00 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. Innlent 3.2.2021 19:41 Bjóða bólusettum kórónuvegabréf Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný. Erlent 3.2.2021 19:00 „Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Erlent 3.2.2021 18:11 Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni. Erlent 3.2.2021 15:20 Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Viðskipti innlent 3.2.2021 15:03 « ‹ 167 168 169 170 171 172 173 174 175 … 334 ›
Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Sport 5.2.2021 19:28
Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Innlent 5.2.2021 16:49
„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. Innlent 5.2.2021 15:34
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Sport 5.2.2021 14:01
Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Innlent 5.2.2021 13:33
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. Innlent 5.2.2021 12:26
Svandís ræddi tillögur Þórólfs Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá. Innlent 5.2.2021 11:18
Einn greindist innanlands og fimm á landamærum Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. Innlent 5.2.2021 11:01
Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Erlent 5.2.2021 10:34
Svandís fór með tillögur Þórólfs á ríkisstjórnarfundinn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði seint í gærkvöldi með tillögum sínum um næstu skref í aðgerðum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við Vísi. Innlent 5.2.2021 10:08
Barnaheill: Ríkar þjóðir bregðist við neyðinni í Afríku vegna COVID Barnaheill - Save the Children hvetur ríkar þjóðir til að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni í lágtekjuríkjum og að kennarar verði meðal þeirra sem settir í forgang. Heimsmarkmiðin 5.2.2021 09:52
Bóka þúsundir hótelherbergja til að bregðast við nýjum reglum Bresk yfirvöld hafa bókað þúsundir hótelherbergja í landinu til að bregðast við nýjum reglum sem taka gildi 15. febrúar næstkomandi og varða íbúa í Bretlandi sem snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa verið í löndum þar sem nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa verið sérstaklega skæð. Erlent 5.2.2021 08:06
Ísland enn eina græna landið í Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 5.2.2021 07:44
Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum. Innlent 4.2.2021 17:11
Gjörólíkir öskudagar í Kringlunni og Smáralind Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Viðskipti innlent 4.2.2021 13:38
Dæmi um að veist sé að starfsfólki verslana með ofbeldi vegna grímunotkunar Dæmi eru um að viðskiptavinir sem ekki hafa verið með grímu í verslunum hafi veist að starfsfólki með ofbeldi þegar þeim hafi verið bent á að setja upp grímuna, en eins og allir ættu að vita er skylda að vera með andlitsgrímu inni í búðum. Innlent 4.2.2021 11:55
„Vægar“ tilslakanir innanlands en hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með í smíðum tillögur að „vægum“ tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Mun hann skila þeim til ráðherra öðru hvoru megin við helgina en vildi ekki tjá sig frekar um þær á upplýsingafundi nú í þessu. Innlent 4.2.2021 11:17
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. Innlent 4.2.2021 11:15
Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það er annan daginn í röð sem enginn greinist innalands. Innlent 4.2.2021 10:57
Svona var 159. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar á fimmtudegi klukkan 11. Innlent 4.2.2021 10:34
Hársbreidd frá því að lenda allir í sóttkví fyrir Super Bowl Minnstu mátti muna að yfir 20 leikmenn Kansas City Chiefs þyrftu að fara í sóttkví rétt fyrir Ofurskálarleikinn við Tampa Bay Bucaneers sem er á sunnudaginn. Ástæðan? Klipping. Sport 4.2.2021 09:30
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. Erlent 4.2.2021 07:13
Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. Atvinnulíf 4.2.2021 07:00
Komin „yfir toppinn“ en eiga langt í land Bretland er nú „komið yfir toppinn“ á þeirri bylgju kórónuveirunnar sem ríður yfir ríkið, samkvæmt landlækni Englands. Erlent 3.2.2021 23:03
Saumar ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveiruna Brúður í formi ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveirukonan eru á meðal hundraða sköpunarverka Arndísar Sigurbjörnsdóttur Innlent 3.2.2021 20:00
Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. Innlent 3.2.2021 19:41
Bjóða bólusettum kórónuvegabréf Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný. Erlent 3.2.2021 19:00
„Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Erlent 3.2.2021 18:11
Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni. Erlent 3.2.2021 15:20
Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Viðskipti innlent 3.2.2021 15:03