Virknin gegn suður-afríska afbrigðinu aðeins tíu prósent Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 21:48 Bóluefni AstraZeneca. Getty/Karwai Tang Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31