Virknin gegn suður-afríska afbrigðinu aðeins tíu prósent Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 21:48 Bóluefni AstraZeneca. Getty/Karwai Tang Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31