Matvælaframleiðsla

Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt.

Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum
Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg.

Búið að afvopna neytendur
Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda.

KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska
Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska.

Brúneggjamálið tekið fyrir í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir skaðabótamál fyrrverandi eigenda Brúneggja á hendur Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf.

Bóndi þvingaður til að afhenda hrút
Matvælaráðuneytið úrskurðaði nýlega að bónda á Norðurlandi væri skylt að afhenda Matvælastofnun hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki.

Gera úttekt á mat í skólum Árborgar: Gjörunnin matvæli þrisvar í viku
Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa
Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022.

Óhollar vörur drepa fjórðung Evrópubúa
Tóbak, áfengi, unnar kjötvörur og jarðefnaeldsneyti drepa tvær komma sjö milljónir manna á hverju ári, aðeins í Evrópu.

Danir höndla ekki kóresku pakkanúðlurnar
Dönsk matvælayfirvöld hafa innkallað vörur suðurkóreska fyrirtækisins Samyang sem framleiðir eldheita pakkanúðlurétti undir vörumerkinu Buldak.

Kosningastjóri og áhrifavaldur aðstoða Bjarkeyju
Fyrrverandi kosningastjóri Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi og samfélagsmiðlaáhrifavaldur hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra. Bjarkey tók við embætti í apríl.

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist.

Augljóslega þurfi að aðstoða bændur
Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð.

Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn
Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða.

Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur
Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð.

Sniglaráðherrann
Ráðuneyti það er kennt er við matvæli og undirstofnanir þess vinna á hraða snigilsins. Það er helst að frétta úr sniglaráðuneytinu að skýrsla MAST um hvalveiðar síðasta árs sem eyðilagðar voru þá af þáverandi sniglaráðherra mun nú hafa borist ráðuneytinu. Alla leið! Skýrslan er nú væntanlega til hraðlestrar í sniglaráðuneytinu.

Bein útsending: „Hvað verður í matinn?“
Málþing um matvælarannsóknir og framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi fer fram í Hörpu í dag. Þar verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni.

Í djúpneti íslenskra stjórnmála
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu.

„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“
Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum.

Snúningshurðin í ráðuneytinu
Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi.

Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar
Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu.

Þurfi að gera úrbætur en ástandið verið ýkt
Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta.

MAST olli Brúneggjum tjóni en RÚV sýknað
Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en dæmdi Matvælastofnun til skaðabótaábyrgðar í dag í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað stofnanirnar tvær í málinu.

Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu
Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað.

Riðulaust Ísland!
Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni.

Segja nýjar reglur um merkingar blekkingarleik laxeldisfyrirtækja
Aðgerðasinnar í Skotlandi mótmæla nú harðlega ákvörðun yfirvalda um að heimila fyrirtækjum í laxeldi að hætta að merkja vörur sínar sem „eldislax“.

Guðný og Sigurður Helgi til SI
Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.

Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum
Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn.

Staðfesta risasekt Arnarlax
Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022.

Samkvæmt Umboðsmanni Alþingis eru lög um hvalveiðar úrelt
Staðan á Íslandi hvað varðar hvalveiðar er sú að við erum að bíða eftir því hvort það verða gefin út ný leyfi til hvalveiða núna í sumar og fyrir næstu ár.