KR

Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ
Víkingur og Stjarnan/Álftanes mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í ár en þetta er staðfest á heimasíðu KSÍ.

„Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“
Álftanes vann langþráðan sigur í Bónus-deildinni þegar liðið lagði KR í síðustu umferð. Í Bónus Körfuboltakvöldi var rætt um breyttar áherslur í sóknarleik Álftnesinga.

Einbeittur brotavilji Víkinga
Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ.

KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“
Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið?

„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn.

Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi
Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig.

Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann
Það var sannarlega líf og fjör í Vesturbænum á laugardagskvöld þegar þorrablót Vesturbæjar fór fram með glæsibrag í KR-heimilinu.

Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit
KR rótburstaði Njarðvík þegar liðin áttust við í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 116-67 fyrir KR sem er þar af leiðandi komið í undanúrslit keppninnar sem fram fara í Smáranum í Kópavogi í mars næstkomandi.

Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“
Teitur Örlygsson nýtti tækifærið í Bónus Körfuboltakvöldi og spurði Pavel Ermolinskij hvaða íslenska félag, sem hann spilaði með eða þjálfaði, honum þætti vænst um.

„Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“
KR lagði Þór í miklum spennuleik í Bónus-deild karla í kvöld en fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti en eru nú jöfn að stigum og KR með yfirhöndina innbyrðis eftir að hafa unnið bæði einvígi liðanna.

Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli
KR bar sigur úr býtum gegn Þór Þorlákshöfn í miklum spennutrylli liðanna í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Vesturbænum 102-99 sigur KR.

Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR
Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi.

Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR
Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson byrja frábærlega með kvennaliðs Vals en þeir tóku við liðinu af Pétri Péturssyni í vetur.

Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár
Hlynur Bæringsson náði ekki að taka frákast í leik Stjörnunnar og KR í Bónus deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið og með því næstum því þriggja áratuga hrina hans.

Stórsigur hjá KR-ingum
KR-ingar byrja nýtt ár vel í fótboltanum því þeir unnu 6-0 stórsigur á Fjölni í Reykjavíkurmóti karla í dag.

Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“
Hermann Hauksson fékk það stóra verkefni að velja besta KR-ing sögunnar í Bónus Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.

Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið
Stjörnumenn endurheimtu toppsætið í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á KR-ingum í Ásgarði, 94-86.

Hrafn frá KR í Stjörnuna
Stjarnan hefur náð samkomulagi við Hrafn Guðmundsson og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á KR í Vesturbænum þegar liðin mættust í fyrsta leik beggja liða í Bónus deild karla árið 2025.

Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum
KR-ingar tóku á móti Grindvíkingum á Meistaravöllum í kvöld í jöfnum og spennandi leik, sem endaði með 120-112 sigri heimamanna eftir framlengingu.

KR sótti Gigliotti
Körfuboltamaðurinn Jason Gigliotti er genginn í raðir KR og mun klára tímabilið með liðinu.

Nauðsynlegt og löngu tímabært
Loksins, segja KR-ingar sem sáu vinnvélar komnar til starfa við aðalvöll félagsins í vikunni. Fyrsta skref í átt að nýrri ásýnd svæðis félagsins hefur verið tekið.

Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ
Komnar eru gröfur á KR-völl til að fjarlægja gras af aðalvelli félagsins. Leggja á gervigras á völlinn í staðinn.

„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“
Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR.

Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum
KR-ingar sóttu sigur í Ólafssal í kvöld og unnu níu stiga sigur, 97-88. Haukar höfði unnið Val í síðasta leik en áttu fá svör framan af á móti Vesturbæingum í kvöld.

Hefur styrkt KR um 300 milljónir
Róbert Wessman stofnandi og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvotech hefur á síðustu árum styrkt íþróttastarf KR í gegnum fyrirtæki sín um tæplega 300 milljónir króna.

Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum
„Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar sem ég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða,“segir Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, í samtali við Makamál, um samband hennar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar knattspyrnumanns og fyrirtækjaeiganda.

„Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“
Stockport County tilkynnti í dag um að félagið hafi keypt íslenska framherjann Benóný Breka Andrésson frá KR en markakóngur Bestu deildarinnar skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við enska C-deildarfélagið.

Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport
Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóny Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Þetta staðfestir enska félagið í tilkynningu.

„Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“
Jakob Sigurðarson var sáttur með sína menn í KR, sem sóttu eins stigs sigur á Egilsstaði í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Lokatölur 72-73 í leik þar sem KR lenti sautján stigum undir.