
Valur

Valur mætir Alfons og norsku meisturunum
Bodø/Glimt verða mótherjar Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en bæði lið duttu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og í gær.

Rasmus klobbaður, Kristinn og Patrick í flækju og Valur féll úr leik
Króatískir landsliðsmenn, nýbúnir að spila á Evrópumótinu í fótbolta, sáu um að skora mörk Dinamo Zagreb gegn Val á Hlíðarenda þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu. Öll helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Dinamo Zagreb 0-2 | Valsmenn úr leik í Meistaradeildinni
Valur tók á móti Króatíumeisturum Dinamo Zagreb á Hlíðarenda í Meistaradeildinni í kvöld. Dinamo Zagreb vann fyrri viðureign liðanna 3-2 í Króatíu, en Valsmenn skoruðu bæði mörk sín á lokamínútunum. Króatarnir mættu með mun sterkara lið en í fyrri viðureign liðanna og unnu að lokum 2-0 sigur, og samanlagt 5-3.

Tók tvo markaskorara af EM með til Íslands eftir vonbrigðin gegn Val
Tveir markaskorarar af EM, og alls sex leikmenn sem spiluðu á mótinu, eru tilbúnir að mæta Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld, með liði Dinamo Zagreb, enda afar mikið í húfi fyrir bæði lið.

„Mér finnst dómararnir alveg mega stíga aðeins upp“
„Það er bara frábært að koma hérna og vinna. Þetta er erfitt lið að eiga við en við erum hæst ánægð með stigin þrjú,“ sagði Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur Vals á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 0-2 | Toppliðið sótti sigur í Garðabæ
Valur hélt sigurgöngunni áfram þegar þær unnu Stjörnuna 2-0 á útvelli í kvöld. Valur heldur því toppsætinu og eru búnar að koma sér í virkilega góða stöðu nú þegar 10. umferð Pepsi Max deildarinnar er að ljúka.

Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina
Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti.

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna
Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra
Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara.

Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld.

Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi
Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu.

Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum
Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum
Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld.

Langsóttur sigur Vals tryggir liðinu fjögur Evrópueinvígi
Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar.

Valsmenn lausir við EM-kappa á illa förnum velli í Zagreb
Valsmenn eiga fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik á illa förnum Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudaginn, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“
Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val.

Lára Kristín og bandarískur framherji í raðir Vals
Lára Kristín Pedersen hefur samið við Val eftir að hafa leikið með Napolí í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undanfarna mánuði. Alls lék hún sex deildarleiki með ítalska félaginu eftir að hafa spilað með KR í Pepsi Max deildinni síðasta sumar.

Segja það frábært hjá Elínu Mettu að svara sófasérfræðingunum inn á vellinum
Valskonan Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins en er nú orðinn markahæst í Pepsi Max deild kvenna. Pepsi Max mörkin ræddu frammistöðu hennar að undanförnu.

Sjáðu mörk Valsmanna gegn FH
Valur vann í gærkvöld sterkan 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem fyrrum félagarnir Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson leiddu saman hesta sína. Valur er eftir sigurinn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Valsmenn með átta stiga forskot á toppnum
Valur vann 2-0 heimasigur á FH að Hlíðarenda í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurður Egill Lárusson og Sverrir Páll Hjaltested skoruðu mörk Vals í þægilegum sigri þeirra.

Sigríður Lára aftur í raðir FH
Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá Val. Hún samdi við Val fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með FH sumarið 2020.

Óli Jóh hefur ekki unnið gamla lærisvein sinn í síðustu sjö leikjum
Heimir Guðjónsson hefur tvisvar tekið við mjög góðu búi af Ólafi Jóhannessyni en það er líka langt síðan að Ólafur hefur unnið hann í deildarleik.

Helena um félagaskiptin: „Veit hvernig umgjörðin og stemningin er í Hafnarfirði“
Helena Sverrisdóttir, Íslandsmeistari með Val, er spennt fyrir komandi áskorun með uppeldisfélaginu Haukum.

Sjáðu mörkin á Hlíðarenda og í Eyjum ásamt vítunum sem Íris Dögg varði
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna. Einn leikurinn endaði markalaus en í hinum var nóg um að vera.

Staðfesta komu Nagy
Markvörðurinn Martin Nagy, sem lék með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur, mun leika með lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti þýska félagið í dag.

Elín Metta afgreiddi Keflavík
Valur lenti ekki í miklum vandræðum með nýliða Keflavíkur í áttundu umferð Pepsi Max deildar kvenna er liðin mættust á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 4-0.

Mælti með að Sverrir Páll myndi taka svefntöflu eftir klúður ársins gegn Fylki
Sverrir Páll Hjaltested fékk gullið tækifæri til að klára leik Vals og Fylkis í Pepsi Max deild karla. Valur var 1-0 yfir þegar Sverrir Páll fékk mögulega besta færi sumarsins, hann skaut yfir og Fylkir jafnaði skömmu síðar. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Þetta er ótrúlega sjarmerandi keppni
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir stórleiknum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þegar Valur heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks.

Um mögulega lokasókn Fylkis gegn Val: Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn
Fylkismenn voru verulega ósáttir með að leikur þeirra og Vals að Hlíðarenda í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hafi verið flautaður af þegar liðið var á leið í álitlega skyndisókn.