Valur

Fréttamynd

Vall kominn í Val

Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við Svíann Johannes Vall um að spila með liðinu. Vall er 28 ára gamall, örvfættur varnarmaður sem síðast lék í næstefstu deild Svíþjóðar með Ljungskile.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda

Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum.

Handbolti
Fréttamynd

Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu.

Handbolti
Fréttamynd

Patrekur með gott tak á Snorra Steini

Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Hallast frekar að sigri Fram í stórleiknum

Fram og Valur mætast í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, á von á mjög jöfnum leik þar sem vörn og markvarsla muni gera gæfumuninn.

Handbolti
Fréttamynd

Björg­vin Páll semur við Val

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu.

Handbolti