Breiðablik

Fréttamynd

Risarnir mætast í kvöld: „Svona leikir skipta al­veg gríðar­­lega miklu máli“

Valur tekur á móti Breiða­bliki í upp­gjöri topp­liða Bestu deildar kvenna á N1 vellinum að Hlíðar­enda í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins og lítið eftir af hinni hefð­bundnu deildar­keppni. Ástu Eir Árna­dóttur, fyrir­liða Breiða­bliks, lýst vel á viður­eign liðanna í kvöld. Þetta séu leikirnir sem geri allt erfiðið þess virði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er erfitt að brjóta okkur niður“

Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Frammi­staðan veitir von fyrir seinni leikinn“

Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik inni á miðsvæðinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Drita í fyrri leik liðanna í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrirliðinn er vongóður um að Blikar nái að komast áfram þrátt fyrir 2-1 tap. 

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­veisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Ó­hætt er að segja að fram­undan sé spennandi Evrópu­kvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eld­línunni í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni út­sendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð aftur í Blika

Davíð Ingvarsson stoppaði stutt í Danaveldi og er snúinn aftur í raðir Breiðabliks. Á hann að hjálpa liðinu í baráttunni í Bestu deild karla í fótbolta sem og Evrópubaráttu Blika en liðið er komið í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blásið til Evrópuveislu á Ís­landi

Öll þrjú íslensku félögin sem kepptu í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld fóru áfram í næstu umferð forkeppninnar. Nú stefnir í heljarinnar Evrópuveislu hér á landi í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég bara er ekki viss, veit ekki hvort boltinn fór af mér eða honum“

„Þetta er helvíti sætt, erfitt að missa þetta niður í fyrri leiknum en við sýndum karakter í dag og kláruðum þetta,“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson, hetja Breiðabliks í 3-1 sigri gegn Tikvesh. Kristófer var reyndar ekki klár á því hvort hann hefði skorað sjálfur en það tókst að sannfæra hann. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði viljað sjá menn að­eins þroskaðri“

„Sóknarlega þorðum við að halda í boltann, þorðum að spila á milli línanna og fara í svæðin sem þeir skildu eftir sig,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um góða byrjun liðsins í fyrri leiknum gegn Tikvesh frá Makedóníu. Blikar komust í 2-0 en misstu leikinn niður í 3-2 tap.

Fótbolti