Haukar

Fréttamynd

Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum

Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“

Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar

Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Stríð er það versta sem til er“

Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum

Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Ívar Ásgrímsson: Verið að brjóta samninginn

Það var erfiður dagur á skrifstofunni hjá Breiðablik í dag og var Ívar Ásgrímsson þjálfari liðsins ósáttur við ýmislegt í leik sinna kvenna. Leikurinn endaði 57-96 fyrir Hauka og var sigurinn aldrei í hættu í raun og veru.

Körfubolti
Fréttamynd

Annika kveður Hauka

Færeyski markvörðurinn Annika Friðheim Petersen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka. Hún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nykøbing-Falster.

Handbolti