

Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar kvenna í dag í Boganum á Akureyri. Heimamenn höfðu betur í leiknum og tryggðu sér mikilvægan sigur. Með sigrinum eru Þór/KA með fimmtán stig og sitja í 4. sæti deildarinnar eins og staðan er núna.
Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með sigur liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í dag en kallaði eftir að leikmenn væru betur verndaðir inni á vellinum.
Þór/KA hafði betur gegn Fram í 6.umferð Bestu deildar kvenna í dag. 3-1 sigur gestanna sem sýndu ákefð og gæði í sóknarleiknum með frammistöðu sinni í dag.
Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.
Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit.
Þór/KA og Breiðablik voru fyrstu tvö liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en sextán liða úrslitin hófust í dag.
Þór Akureyri, Fylkir og Þróttur unnu öll leiki sína í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld en jafntefli varð hjá HK og ÍR í Kórnum.
Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði.
FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar.
Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni.
Valur tók á móti toppliði Þór/KA á N1 vellinum á Hlíðarenda í dag þegar þriðja umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Leikurinn fór rólega af stað en Valur gekk frá þessu í síðari hálfleik og hafði betur með þremur mörkum gegn engu.
Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins.
Eftir að lenda undir snemma leiks kom Þór/KA til baka og vann 2-1 sigur á Tindastóli í Norðurlandaslag Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Akureyringar hafa nú unnið fyrstu tvo deildarleiki sína á tímabilinu.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði flottasta mark 1. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Bestu Markanna. Bríet Fjóla er aðeins 15 ára gömul en á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.
Norðankonur í Þór/KA byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en þær unnu flottan sigur í fyrstu umferðinni í gær.
Þór/KA gerði sér góða ferð suður og sigraði Víking, 4-1, í Víkinni í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru að reyna að finna taktinn í upphafi tímabilsins. Norðankonur áttu hættulegri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu.
Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi.
Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.
Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna.
Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60.
Hið stórskemmtilega pílumót Sjally Pally fór fram í Sjallanum í gær og var fullt út úr dyrum og stemningin einstök.
Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit.
Valskonur eru komnar í 2-0 í einvíginu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna. Valur vann öruggan sigur að Hlíðarenda í dag og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Akureyri á miðvikudag.
HK, Haukar og Þór Akureyri komust öll áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.
„Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.
Valur leiðir 1-0 í einvígi sínu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna eftir 86-92 sigur fyrir norðan í fyrsta leik liðanna og hirti þar með heimavallarréttinn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.