

Vestri hefur komið liða mest á óvart í Bestu deild karla og er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex umferðir. Mikill stöðugleiki hefur einkennt liðsval Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra.
Þrátt fyrir að Stjarnan hafi unnið Fram um helgina veit Albert Brynjar Ingason enn ekki hvar hann hefur liðið og Jökul Elísabetarson, þjálfara þess.
Víkingur sigraði FH, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Óhætt er að segja að Víkingar hafi haft gott tak á FH-ingum síðustu árin.
Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.
Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1.
Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum.
Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum.
„Alltaf vonbrigði að tapa, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tap sinna manna gegn Víkingum. Lokatölur 3-1.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag.
Víkingar komu sér aftur á toppinn í Bestu deildinni eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Tólfta tap FH í röð gegn Víkingum, sem virðast vera með heljartak á Hafnfirðingum.
KA-menn sitja áfram í botnsæti Bestu deildar karla eftir tap á móti Blikum en þjálfarinn var ánægður með spilamennsku liðsins.
Blikar hoppuðu upp í annað sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir nauman 1-0 útisigur á botnliði KA fyrir norðan.
Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina.
Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Valur tók á móti ÍA í sjöttu umferð Bestu deild karla á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Eftir vonbrigðar tap í síðustu umferð mættu Valsmenn heldur betur einbeitir til leiks í kvöld gegn Skagamönnum og fóru með öruggan sigur af hólmi 6-1.
Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar.
Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð.
KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla.
„Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag.
Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs.
Steven Lennon átti mörg frábær ár í íslensku deildinni sem leikmaður og hver veit nema að við sjáum hann líka þjálfa í deildinni í framtíðinni.
Leik KR og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta hefur verið seinkað um tvo tíma. Leikurinn átti að fara fram klukkan 17:00 en verður á dagskrá klukkan 19:00 á Avis-vellinum í Laugardal.
Eftir stutt stopp í Danmörku er markvörðurinn Frederik Schram mættur aftur til Vals eftir að hafa farið frá liðinu eftir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að koma aftur til Íslands að spila fótbolta gat hann ekki annað en gripið tækifærið þegar að það gafst. Fjarvera hans í leik gegn FH á dögunum vakti upp spurningar en nú er Frederik Schram mættur.
Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans og nú er Kristófer mættur aftur inn á völlinn og það með miklu látum.
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Bestu deildar liðs Breiðabliks, sem sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn í síðustu umferð gegn KR og skoraði dramatískt jöfnunarmark, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu er hann vann í því að komast aftur inn á völlinn eftir aðgerð á báðum ökklum.
Markvörðurinn Ingvar Jónsson fór meiddur af velli þegar Víkingur sigraði Fram í Bestu deild karla í gær. Hann segir að meiðslin séu ekki alvarleg og gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Víkinga.
Óhætt er að segja að leikir KR í Bestu deild karla í sumar hafi verið afar skemmtilegir. Það vantar allavega ekki mörkin í þá.
Eyjamenn ofbuðu Albert Brynjari Ingasyni með slæmum útfærslum á föstum leikatriðum í leiknum gegn Vestramönnum. Hann valdi þær fjórar verstu í Stúkunni.
Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara?