Besta deild karla

Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars
KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans.

KR-ingar slógu 42 ára félagsmet í markaleysi á Hlíðarenda í gær
KR-ingar hafa ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð en það hefur aldrei gerst áður í nútímafótbolta eða frá því að deildin varð fyrst tíu liða árið 1977.

Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum
Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar.

Sjáðu „Vindinn“ gefa þrjár stoðsendingar og öll mörkin þegar Valur lék sér að KR
Valsmenn fóru illa með nágranna sína í KR í Bestu deild karla í fótbolta í gær og héldu þar áfram að raða inn mörkum.

Birkir Már: Alltaf gaman að vinna KR, hvað þá 5-0
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörðurinn síungi, lagði upp þrjú marka Vals þegar liðið valtaði yfir KR, 5-0, í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta á Origo-vellinum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið
Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri.

Ásgeir: Hugarfarið allt annað í seinni hálfleik
Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, var að vonum ánægður eftir sigur liðsins gegn HK í Bestu deild karla í dag en hann kom inná sem varamaður og skoraði bæði mörk gestanna.

Umfjöllun og viðtöl: HK - KA 1-2 | Ásgeir hetja KA í endurkomusigri
KA kom til baka og bar sigur úr býtum gegn HK í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1 en það var Ásgeir Sigurgeirsson sem skoraði bæði með KA eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld
Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda.

Ummæli Ágústs komu Lárusi á óvart: „Hef ekki tekið eftir þessu“
Ágúst Gylfason, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni segir það hundfúlt að heyra skilaboð frá þjálfurum annarra liða í deildinni sem skipi sínum leikmönnum að sparka niður ungu leikmenn Stjörnunnar. Leikmenn séu sparkaðir út úr leikjum liðsins.

Örvar bestur í Bestu deildinni í apríl
Lesendur Vísis völdu Örvar Eggertsson, sóknarmann HK, besta leikmann Bestu deildar karla í aprílmánuði. Greint var frá valinu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Víkingar komust alla leið upp í fjórða sætið á sögulegum lista
Víkingar héldu marki sínu hreinu fram í seinni hálfleik á sínum fimmta leik í Bestu deild karla í fótbolta í ár og því hafa ekki mörg félög náð í sögu efstu deildar karla.

Aldrei verið skorað meira í fyrstu fimm umferðunum
Það hefur ekki vantað mörkin í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að þetta er í raun metbyrjun í markaskori.

Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“
„Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins.

Sjáðu öll mörkin, múrinn brotna og skallann frá þeim markahæsta
Víkingar náðu að halda marki sínu hreinu í 425 mínútur áður en þeir fengu loks á sig mark í gærkvöld. Þeir unnu samt 4-1 sigur gegn Keflavík, í Bestu deildinni í fótbolta, á meðan að Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin úr 5. umferð má nú sjá á Vísi.

„Ég hef talað mikið við Sölva“
Logi Tómasson hefur spilað mjög vel í fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar. Hann lagði upp mark í kvöld og var mjög sannfærandi. Bæði sóknarlega og varnarlega. Hann lætur aðra um að dæma um frammistöðu sína.

Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur.

„Ég er dauðafrír þarna!“
Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð
Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins.

Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar
KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark.

„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“
Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar.

„Mér finnst við eiga mikið inni“
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar.

Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik
Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn
KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum.

Umfjöllun og viðtöl: KR-HK 0-1 | Nýliðarnir áfram á flugi
HK gerði sér lítið fyrir og sigraði KR á útivelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri HK eftir mark frá Arnþóri Ara Atlasyni í upphafi leiks.

Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 4-2 | Fimm mörk í síðari hálfleik þegar KA vann sinn annan sigur
KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik litu fimm mörk dagsins ljós í fjörugum seinni hálfleik. Með sigrinum fer KA í átta stig og lyftir sér upp fyrir FH í 4. sæti. FH í 5. sæti með sjö stig.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 3-1 | Fyrsti sigur Framara í hús
Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld.

HK-ingar frumsýna nýja Sampdoria-búninginn sinn í kvöld
HK-liðið mætir KR á nýstárlegum stað í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Vesturbæingar taka á móti Kópavogsliðinu út á Seltjarnarnesi.

Tíu sem hafa blómstrað í upphafi Bestu deildarinnar
Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. En hvaða leikmenn hafa slegið í gegn það sem af er tímabils? Vísir fer yfir tíu þeirra.