Spænski boltinn

Enn skorar Suarez og tíu stiga forskot Atletico
Atletico Madrid er kominn með tíu stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Cadiz á útivelli í dag.

Neita því að hafa lekið samningi Messis
Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi.

Forsetaframbjóðandi Barca skýtur föstum skotum á PSG
Joan Laporta, forsetaframbjóðandi Barcelona, er allt annað en sáttur við ummæli PSG um Lionel Messi. Franski risinn hefur ekki farið leynt með það að félagið vilji klófesta hinn 33 ára Argentínumann sem hefur ekki farið leynt með óánægju sína í Katalóníu.

Slæmt tap Real
Real Madrid er nánast úr leik í baráttunni um spænska meistaratitilinn eftir 2-1 tap liðsins gegn Levante á heimavelli í kvöld.

Dagskráin í dag: Fimmtán beinar útsendingar
Það er boðið upp á heilar fimmtán beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag. Handbolti, körfubolti, fótbolti, rafíþróttir og golf má finna á stöðvunum í dag.

Veskin hjá spænsku stórveldunum tóm | Ofurdeild Evrópu heillandi kostur
Sjóðir spænsku stórveldanna Real Madrid og Barcelona eru svo gott sem tómir ef marka má frétt The Athletic. Talið er að félögin séu spennt fyrir stofnun Ofurdeildar Evrópu þar sem það myndi hjálpa fjárhag beggja félaga.

Börsungar áfram í bikarnum
Barcelona er komið áfram í Copa del Rey eftir 2-1 sigur á Rayo Vallecano á útivelli í kvöld.

Barcelona skuldar Liverpool ennþá meira en sex milljarða
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er fyrir löngu kominn í hóp verstu kaupa fótboltasögunnar. Hann hefur lítið hjálpað Börsungum inn á vellinum og félagið er enn langt frá því að hafa gert upp við hans gömlu eigendur.

Dagskráin í dag: Dominos-deild karla, FA-bikarinn og spænski boltinn
Það er áhugaverður mánudagur framundan á Stöð 2 Sport. Við sýnum beint frá enska FA-bikarnum, tveimur leikjum Dominos-deild karla og frá spænska boltanum.

Atlético komið með sjö stiga forystu á toppnum
Atlético Madrid kom til baka gegn Valencia og vann 3-1 sigur er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Diego Simeone eru þar af leiðandi komnir með sjö stiga forystu á toppi La Liga.

De Jong allt í öllu er Barcelona komst nær toppliðunum
Barcelona vann 0-2 útisigur á Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong skoraði fyrra markið og lagði upp það seinna.

Dagskráin í dag: Stórleikur á Old Trafford, undanúrslit í NFL-deildinni og fjöldi leikja hér heima
Það er nóg um að vera í dag. Stórveldaslagur í enska FA-bikarnum, undanúrslit NFL-deildarinnar ásamt fjöldi leikja í hand- og körfubolta. Alls eru 16 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Hazard og Benzema frábærir í auðveldum sigri Real
Eden Hazard og Karim Benzema áttu góðan leik er Spánarmeistarar Real Madrid unnu góðan 4-1 útisigur á Alavés í spænsku úrvalsdeildinni. Real er nú fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Atlético sem tróna á toppi deildarinnar. Atlético á þó leik til góða.

Barcelona hefur áhuga á Aguero og Alaba
Spænska stórveldið Barcelona hefur áhuga á að semja við Sergio Aguero og David Alaba sem verða báðir samningslausir í sumar.

Dagskráin í dag: Kevin Durant, Zlatan, Olís og Dominos-deildir kvenna og FA-ikarinn
Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni í golfi, enska FA-bikarnum, ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Olís-deild kvenna í handbolta, Dominos-deild kvenna sem og NBA-deildinni í körfubolta.

Zidane með veiruna
Zinedine Zidane, þjálfari Spánarmeistara Real Madrid í fótbolta, greindist með jákvætt sýni við sýnatöku vegna COVID-19.

Barcelona þurfti framlengingu gegn neðri deildarliði og Atlético jók forystu sína á toppnum
Tvö af betri liðum spænska fótboltans unnu torsótta sigra í kvöld. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Eibar í úrvalsdeildinni og Barcelona marði neðri deildarlið UE Cornellá eftir framlengdan leik.

41 árs gamall markvörður C-deildarliðs stoppaði risana í Real Madrid
Ein óvæntasta hetja vikunnar er örugglega spænski markvörðurinn José Juan Figueras.

Segir að það sé mikill munur á því að vera liðsfélagi Ronaldo eða Messi
Brasilíumaðurinn Arthur er einn af þeim sem þekkir það að spila við hlið bæði Lionel Mess og Cristiano Ronaldo. Hann segist núna hafa breytt um skoðun á því hvor sé betri.

Dagskráin í dag: Domino’s leikir og uppgjör sem og toppliðið á Spáni
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tíu beinar útsendingar eru á þessum næst síðasta fimmtudegi janúar mánaðar; frá golfi, fótbolta, rafíþróttum og körfubolta.

Ronaldo orðinn sá markahæsti í sögunni | C-deildarlið skellti Real
Juventus varð Ofurbikarmeistari á Ítalíu í kvöld er þeir unnu 2-0 sigur á Napoli í úrslitaleiknum. Markaskorararnir voru ekki úr óvæntri átt.

Dagskráin í dag: Dominos-deild kvenna ásamt ítalska og spænska fótboltanum
Það er nóg um að vera í dag á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Við sýnum tvo leiki í Dominos-deild kvenna sem og leiki í ítalska og spænska fótboltanum ásamt golfi í nótt, aðfaranótt fimmtudags.

Messi virtist athuga púls mótherja eftir að hann „sló“ hann niður
Lionel Messi fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum á sunnudagskvöldið en eftirtektarsamir fóboltaáhugamenn tóku eftir einu hjá Argentínumanninum.

Dagskráin í dag: Olís-deildar tvíhöfði og fótbolti
Sex beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Þar má finna útsendingar frá íslenska handboltanum sem og spænska og enska fótboltanum.

Jafnaði, fiskaði Messi út af og lék á trompet í fagnaðarlátunum
Asier Villalibre kom mikið við sögu þegar Athletic Bilbao sigraði Barcelona, 2-3, eftir framlengingu í spænska ofurbikarnum í gær. Hann jafnaði í 2-2, fiskaði Lionel Messi af velli og lék svo á trompet í fagnaðarlátum Bilbæinga eftir leikinn.

Messi sá rautt er Athletic Bilbao varð Ofurbikarmeistari
Athletic Bilbao er Ofurbikarmeistari á Spáni eftir 3-2 sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik í kvöld. Úrslitaleikurinn fór fram í Sevilla.

Real Madrid úr leik í spænska ofurbikarnum
Spánarmeistarar Real Madrid biðu lægri hlut fyrir Athletic Bilbao í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í kvöld.

Barcelona gat fengið Cristiano Ronaldo á sínum tíma
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefðu getað spilað saman hjá Barcelona ef marka má orð fyrrum forseta Barcelona.

Juventus og Barcelona áfram með herkjum, neyðarlegt tap Bayern og fyrsti titill Pochettino
Mörg af stærstu liðum Evrópuboltans í fótbolta voru í eldlínunni í kvöld er bikarkeppnir víðs vegar um heiminn voru spilaðar. Mörg af stóru liðunum lentu hins vegar í alls konar vandræðum.

Simone kjörinn þjálfari áratugarins
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, hefur verið kjörinn þjálfari áratugarins, þrátt fyrir að vinna spænsku deildina einungis einu sinni á áratugnum. Þar með hafði hann betur gegn stjórum á borð við Pep Guardiola og Zinedine Zidane.