
Ítalski boltinn

Kemur ekki til greina að kaupa Tevez
Marco Branca, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, segir að launakröfur Carlos Tevez séu það miklar að það komi ekki til greina að kaupa hann frá Manchester City.

Juventus staðfestir kaup á fjórum leikmönnum
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus staðfesti í dag kaup á fjórum ítölskum landsliðsmönnum fyrir tæpar 40 milljónir evra samtals eða rúma sex milljarða króna.

Bojan Krkic á leið til Roma
Bojan Krkic leikmaður Barcelona er sagður á leið til Roma. Samkvæmt útvarpsstöðinni Catalunya Radio hafa félögin komist að samkomulagi um félagaskiptin og er kaupverðið talið vera um 10 milljón evrur.

AC Milan hefur ekki borgað Barcelona krónu fyrir Zlatan Ibrahimovich
Forráðamenn Barcelona eru ekki sáttir við forsvarsmenn AC Milan þar sem að ítalska liðið á enn eftir að greiða eftirstöðvar af kaupverði sænska landsliðsframherjans Zlatans Ibrahimovich. AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.

Villas-Boas tekur ekki við Inter
Ítalska knattspyrnufélagið Inter hefur útilokað Andre Villas-Boas sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Félagið er í leit að knattspyrnustjóra eftir að Leonardo yfirgaf félagið eftir aðeins sex mánuði í starfi.

Eto'o, Song og Assou-Ekotto fyrir aganefnd
Kamerúnsku landsliðsmennirnir Samuel Eto'o hjá Inter, Alex Song hjá Arsenal og Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham hafa verið kallaðir fyrir aganefnd knattspyrnusambandsins í Kamerún. Þeir eiga að gera grein fyrir hegðun sinni í tengslum við leik landsliðsins gegn Senegal 4. júní síðastliðinn.

Moggi í lífstíðarbann frá knattspyrnu
Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdarstjóri ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af knattspyrnu af ítalska knattspyrnusambandinu.

LA Galaxy á höttunum eftir Totti
Bandaríska knattspyrnuliðið LA Galaxy er tilbúið að bjóða ítalska knattspyrnumanninum Francesco Totti 14 milljónir evra í árslaun gangi hann til liðs við félagið. Fyrir hjá Galaxy eru stjörnur á borð við David Beckham, Landon Donovan og Juan Pablo Angel.

Moratti ósáttur við ummæli Sneijder
Massimo Moratti forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter er ekki sáttur við ummæli Wesley Sneijder. Hollenski miðjumaðurinn sagði aðeins æðri máttarvöld vita hvar framtíð hans lægi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United að undanförnu.

Sneijder gæti yfirgefið Inter í sumar
Wesley Sneijder, hollenski landsliðsmaðurinn og leikmaður Inter Milan, útilokar ekki að hann yfirgefi ítalska félagið fyrir næsta tímabil.

Julio Cesar útilokar Manchester United
Julie Cesar markvörður Inter og brasilíska landsliðið hefur tekið af allan vafa varðandi framtíð sína. Hann staðfestir ennfremur að Wesley Sneijder verði áfram hjá félaginu.

Sneijder áfram hjá Inter
Wesley Sneijder hefur blásið á allar sögusagnir þess efnis að hann sé á förum frá Inter. Hann hefur ítrekað verið orðaður við Chelsea og Manchester United undanfarið en segist vilja vera áfram hjá Inter.

Markvörður fagnaði of snemma
Ótrúlegt atvik átti sér stað í 7. deild ítalskrar knattspyrnu nýverið. Markvörðurinn Loris Angeli hjá Dro hefði betur sleppt fagnaðarlátum sínum þegar vítaspyrna andstæðingsins small í slánni. Angeli hljóp í burtu en á meðan tók boltinn sig til, skoppaði nokkrum sinnum og lak inn í markið.

Krkic orðaður við Udinese
Umboðsmaður Bojan Krkic leikmanns Barcelona segir félagið í viðræðum við Udinese á Ítalíu um hugsanleg vistaskipti kappans. Möguleiki er á að leikmaðurinn fari sem hluti af líklegum kaupum Barcelona á Alexis Sanchez frá ítalska félaginu.

Klose til Lazio
Markahrókurinn Miroslav Klose hefur gengið til liðs við Lazio á Ítalíu. Klose var laus allra mála hjá Bayern Munchen og kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Sanchez semur við Barcelona
Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.

Zlatan Ibrahimovich með enn eitt gullkornið
Zlatan Ibrahimovich, þarf ekki að berja í sig sjálfstraust á hverjum einasta degi, því hann fullyrðir að hann sé besti fótboltamaður heims. Nýjasta útspil sænska landsliðsframherjans hefur vakið mikla athygli og flestir fótboltasérfræðingar hafa einfaldlega hlegið þegar þeir hafa heyrt af þessari skoðun framherjans.

Ancelotti ætlar að læra af öðrum þjálfurum
Carlo Ancelotti fyrrverandi þjálfari Chelsea ætlar að taka sér ársleyfi frá þjálfarastörfum. Hann ætlar að nota tímann til þess að heimsækja aðra knattspyrnuþjálfara.

Luis Enrique að taka við Roma
Flest bendir til þess að Spánverjinn Luis Enrique taki við þjálfun ítalska knattspyrnuliðsins A.S. Roma. "Mér líst vel á verkefnið hjá Roma. Það þarf bara að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en gengið verður frá samningi,“ sagði Enrique við ítalska fjölmiðla.

Enrique líklega að taka við Roma
Fyrrum leikmaður Barcelona og Real Madrid, Luis Enrique, verður að öllum líkindum næsti þjálfari ítalska úrvalsdeildarliðsins Roma. Þetta herma ítalskir fjölmiðlar í dag.

Palacios á leið til Ítalíu
Wilson Palacios segir að viðræður séu komnar langt á veg á milli Tottenham og Napoli um kaup síðarnefnda félagsins á sér.

Antonio Conte verður næsti þjálfari Juventus
Antonio Conte hefur gert tveggja ára samning um að gerast þjálfari ítalska liðsins Juventus en Conte kom Siena upp í A-deildina á nýliðnu tímabili.

Eto’o skoraði tvö þegar Inter varð ítalskur bikarmeistari
Samuel Eto’o skoraði tvö mörk fyrir Inter í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Palermo í bikarúrslitaleiknum á Ítalíu. Eto’o skoraði bæði mörkin sín eftir stoðsendingar frá Hollendingnum Wesley Sneijder.

Seedorf verður í eitt ár til viðbótar hjá AC Milan
Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur framlengt samning sinn við ítalska liðið AC Milan um eitt ár og verður því áfram hjá ítölsku meisturunum eins og reynsluboltarnir Filippo Inzaghi, Alessandro Nesta og Mark van Bommel.

Pirlo samdi við Juventus
Andrea Pirlo hefur söðlað um og gengið til liðs við Juventus eftir að hafa verið á mála hjá AC Milan í áratug.

Buffon verður áfram hjá Juventus
Það virðist vera árlegt slúður að orða markvörðinn Gianluigi Buffon við hin og þessi félög út um alla Evrópu. Engu að síður heldur hann alltaf áfram hjá Juve og það er ekkert að breytast núna.

Cavani framlengdi við Napoli
Það verður ekkert af því að úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani skipti um félag í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Napoli sem gildir til ársins 2016.

Pirlo á förum frá Milan - Inzaghi framlengir
Miðjumaðurinn sterki, Andrea Pirlo, hefur ákveðið að yfirgefa AC Milan eftir tíu ára dvöl hjá félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og hann fer því án greiðslu.

Þrír leikmenn AC Milan framlengja
Undirbúningur Ítalíumeistara AC Milan fyrir næsta tímabil gengur vel. Félagið er þegar búið að kaupa Philippe Mexes og þrír núverandi leikmenn félagsins hafa nú framlengt samningi sínum við félagið.

Mexes valdi Milan fram yfir Real Madrid
Franski varnarmaðurin Philippe Mexes hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AC Milan en hann kemur til félagsins frá Roma. Mexes segist einnig hafa fengið tilboð frá Real Madrid sem hann hafnaði.