Ítalski boltinn

Í sviðsljósinu í kvöld: Sá fyrsti á öldinni hjá Internazionale
Internazionale hefur verið að gera frábæra hluti í ítalska fótboltanum og það er ekki síst að þakka argentínska framherjanum Lautaro Martínez sem hefur farið á kostum á þessu tímabili.

Vann Ísland tvisvar á síðasta ári og á nú að bjarga Napoli
Óhætt er að segja að þjálfarastóllinn hjá Napoli sé sá heitasti í dag. Ítölsku meistararnir ráku í gær sinn annan þjálfara á þessu tímabili og það aðeins tveimur dögum fyrir leik liðsins á móti Barcelona í Meistaradeildinni.

Varði sömu vítaspyrnuna tvisvar
Marco Carnesecchi, markvörður Atalanta í Seríu-A, gerði sér lítið fyrir í gær og varði „sömu“ vítaspyrnuna í tvígang.

Meistararnir jöfnuðu á lokamínútunni gegn Alberti og félögum
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa takast á við ríkjandi meistara Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Inter styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri
Inter Milan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Saleritana í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alexandra upp í annað sæti á Ítalíu
Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir er komin með liði Fiorentina upp í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta, í bili að minnsta kosti.

Genoa muni ekki hlusta á tilboð í Albert undir fimm milljörðum
Andres Blazquez, framkvæmdastjóri ítalska félagsins Genoa, segir að félagið muni skoða það að selja íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson frá félaginu ef tilboð upp á 35 milljónir evra berst í leikmanninn.

Fer á láni frá Feneyjum til Noregs
Íslenski framherjinn Hilmir Rafn Mikaelsson mun spila í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar.

Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma
Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu.

Juventus tapaði á heimavelli gegn fallbaráttuliði
Juventus mistókst að saxa á forystu Inter Milan í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Udinese.

Meistararnir töpuðu í Mílanó
Theo Hernandez var hetja AC Milan í stórleiknum gegn Napoli í kvöld. Hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Milan.

Albert grátlega nálægt því að jafna þegar Genoa tapaði
Atalanta er áfram í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Alberti Guðmundssyni og félögum hans í Genoa á útivelli í dag.

Alexandra kom inn af bekknum og skoraði í sigri
Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir skoraði seinna mark Fiorentina er liðið vann 2-1 sigur gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Inter vann stórleikinn og styrkti stöðu sína á toppnum
Inter vann frábæran 4-2 útisigur á Roma í Serie A í dag. Inter er því áfram á toppi deildarinnar og er nú með sjö stiga forystu á Juventus.

Landsliðsmenn í eldlínunni í Evrópu
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Pisa sem vann 2-0 sigur á Sampdoria á Ítalíu í dag. Jón Dagur Þorsteinsson og Guðmundur Þórarinsson máttu hins vegar sætta sig við töp.

Stjóri Roma kallaði Lukaku og Paredes heimska
Daniele De Rossi, knattspyrnustjóri Roma, var ekki sáttur við tvo leikmenn sína þrátt fyrir stórsigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Juventus hefur áhuga á Alberti
Ítalska stórliðið Juventus hefur áhuga á Alberti Guðmundssyni sem hefur leikið svo vel með Genoa í vetur.

Árituð treyja Alberts boðin upp á Ebay til styrktar vinaliði Genoa
Áhugasamir geta nú eignast áritaða Genoa treyju íslenska framherjans Alberts Guðmundssonar og um leið styrkt gott málefni.

Guðný lagði upp er AC Milan flaug í undanúrslit
Guðný Árnadóttir lagði upp annað mark AC Milan er liðið vann 3-0 sigur gegn Sassuolo í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í dag.

Alexandra áfram eftir vító gegn Inter
Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina eru komnar áfram í undanúrslit ítalska bikarsins í fótbolta eftir maraþoneinvígi við Inter.

Gott gengi Rómverja ætlar engan endi að taka
Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho.

Mafían á eftir ítölsku goðsögninni
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gennaro Gattuso kom sér í vandræði hjá hópi sem enginn vill koma sér í vandræði hjá á Ítalíu.

Inter marði toppslaginn
Tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mættust á San Siro en gestirnir úr liði Juventus gátu tekið toppsætið af Inter með sigri. Fyrir leikinn hafði Juve hefur ekki tapað í sautján leikjum en misstu dampinn í kvöld.

Dagskráin í dag: Stórleikur í Seríu A
Íþróttirnar halda áfram göngu sinni á þessum frábæra sunnudegi og ættu því allir að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2.

Albert og félagar sóttu aðeins eitt stig til Empoli
Albert Guðmundsson og félagar hans í ítalska úrvalsdeildarliðinu Genoa sóttu Empoli heim í dag en fyrir leikinn hafði Genoa unnið tvo leiki í röð.

Dramatík í toppslagnum í Seríu B
Topplið Parma vann dramatískan 2-1 sigur á Íslendingaliðinu Venezia í toppslag Seríu B í dag.

Þjálfarinn talaði ekki við Albert í þrjá daga: „Nýju kaupin okkar“
Alberto Gilardino, þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Genoa, er hæstánægður með að fá áfram að þjálfa nafna sinn, Albert Guðmundsson, eftir óvissu síðustu sólarhringa.

Albert tilnefndur sem leikmaður mánaðarins: Hægt að kjósa hann
Albert Guðmundsson er tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í ítölsku deildinni eftir frábæra frammistöðu sína með Genoa liðinu.

Höfnuðu tilboði Lecce í Mikael Neville
AGF hafnaði tilboði Lecce frá Ítalíu í íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson.

Albert fengi hátt í milljón á dag
Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina.