Ítalski boltinn

Hirti og félögum mistókst að endurheimta toppsætið
Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa gerðu markalaust jafntefli er liðið tók á móti Parma í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Zlatan gæti þurft að lækka launin sín um 65 prósent
Zlatan Ibrahimovic er orðinn fertugur og það lítur út fyrir að hann þurfi að lækka sig mikið í launum ætli hann að spila áfram með ítalska félaginu AC Milan.

Napoli missteig sig í titilbaráttunni
Napoli gerði 1-1 jafntefli við Cagliari á útivelli er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur og liðið hefði jafnað AC Milan að stigum á toppi deildarinnar.

Mourinho gæti fengið þriggja leikja bann fyrir símamerkið
José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum gegn Verona í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Þórir og félagar lyftu sér á toppinn
Þórir Helgason og félagar hans í Lecce lyftur sér á topp ítölsku B-deildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn Crotone í dag.

Albert lék allan leikinn er Genoa tók stig í fallbaráttuslag
Albert Guðmundsson lék allan leikinn í fremstu víglínu þegar Íslendingaliðin Venezia og Genoa áttust við í fallbaráttuslag í ítöslku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 1-1, en Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Venezia vegna meiðsla.

AC Milan missteig sig gegn botnliðinu
Topplið AC Milan mætti í heimsókn til Campanahéraðs til þess að etja kappi við heimamenn í Salernitana í kvöld í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Eftir að hafa lent undir seint í leiknum tókst AC Milan að knýja fram jafntefli. Lokatölur í Salerno, 2-2.

Hjörtur spilaði allan leikinn er Pisa endurheimti toppsætið
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Pisa er liðið vann góðan 2-1 útisigur gegn Monza í ítölsku B-deildinni í dag. Hjörtur og félagar endurheimtu toppsæti deildarinnar með sigrinum, en liðið var án sigurs í sinustu fimm leikjum.

Juventus þurfti að sætta sig við jafntefli í nágrannaslagnum
Juventus og Torino skildu jöfn er liðin mættust í nágrannaslag í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en þetta var þriðja jafntefli Juventus í seinustu fjórum deildarleikjum.

Þóri og félögum tókst ekki að tylla sér á toppinn
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem sótti Alessandria heim í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Óttar Magnús enn og aftur á faraldsfæti
Framherjinn Óttar Magnús Karlsson er á leið til Bandaríkjanna. Verður það sjötta landið sem Óttar Magnús hefur spilað í þrátt fyrir ungan aldur.

Juventus jafnaði á lokasekúndunum gegn Atalanta
Juventus og Atalanta skildu jöfn í gríðarlega mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin eru að keppa um fjórða sæti deildarinnar sem gefur þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Albert spilaði sinn fyrsta leik fyrir Genoa
Albert Guðmundsson kom af varamannabekknum og spilaði 24 mínútur í sínum fyrsta leik fyrir Genoa í 1-1 jafntefli gegn Salernitana.

AC Milan komið í efsta sætið á Ítalíu
AC Milan tyllti sér í toppsæti ítölsku Serie-A deildarinnar þegar liðið hafði betur gegn Sampdoria í dag með einu marki gegn engu.

Napoli og Inter skildu jöfn í toppslagnum
Ítalíumeistarar Inter heimsóttu Napoli í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin sitja nú í eftu tveimur sætum deildarinnar.

Í beinni: Napoli - Inter | Toppliðin mætast og toppsætið í boði
Napoli fær topplið Internazionale í heimsókn í uppgjöri tveggja efstu liðanna og kemst á toppinn með sigri.

Fylgist með þessum í ítalska boltanum
Í tilefni af því að ítalski boltinn er kominn heim, á Stöð 2 Sport, fer Vísir yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í ítölsku úrvalsdeildinni.

Sjálfsmark skaut Juventus í undanúrslit
Juventus er á leið í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia eftir 2-1 sigur gegn Sassuolo í kvöld. Ruan Tressoldi reyndist hetja Juventus, en því miður fyrir hann er hann leikmaður Sassuolo.

Mílanóslagur í undanúrslitum eftir stórsigur AC Milan
AC Milan vann 4-0 stórsigur er liðið tók á móti Lazio í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia í kvöld.

Inter í undanúrslit eftir sigur gegn Roma
Ítalíumeistarar Inter eru komnir í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia eftir 2-0 sigur gegn Roma í kvöld.

Zlatan lítur hvorki út fyrir að vera fertugur eða meiddur í þessu myndbandi
Sænska knattspyrnugoðið Zlatan Ibrahimovic er ekki að spila með AC Milan þessa dagana vegna meiðsla en kappinn lét þó vita af sér með eftirminnilegum hætti á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Nýju mennirnir tryggðu Juventus sigur
Juventus vann 2-0 sigur á Hellas Verona í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Nýju menn liðsins voru báðir á skotskónum.

Napoli heldur í við toppliðin frá Mílanó
Napoli vann torsóttan 2-0 útisigur er liðið heimsótti fallbaráttulið Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Atalanta missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti
Atalanta missteig sig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu er liðið tók á móti fallbaráttuliði Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 2-1, en sigurinn lyfti Cagliari upp úr fallsæti.

Buffon fyrstur til að halda hreinu í 500 leikjum
Hinn 44 ára Gianluigi Buffon stóð vaktin í marki Parma er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Benevento í ítölsku B-deildinni í gær.

Lazio vann mikilvægan sigur í baráttunni um Evrópusæti
Lazio vann virkilega mikilvægan útisigur er liðið heimsótti Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en bæði lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti.

AC Milan hleypti lífi í toppbaráttuna með endurkomusigri í Mílanóslagnum
AC Milan vann virkilega mikilvægan 2-1 sigur gegn erkifjendum sínum Inter í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Albert sat á bekknum er tíu leikmenn Genoa sóttu stig gegn Roma
Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður í sínum fyrsta leik með Genoa er liðið Gerði markalaust jafntefli gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Ítalski boltinn snýr aftur á Stöð 2 Sport
Ítalska úrvalsdeildin snýr aftur á Stöð 2 Sport. Tveir Íslendingar leika í deildinni.

Síðasti leikur langafa og alnafna Alberts Guðmundssonar var einmitt á móti Genoa
Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður ítalska félagsins Genoa og mun því spila í sömu deild og langafi hans og alnafni gerði fyrir 73 árum síðan.