

Sandefjord vann í kvöld 2-1 sigur á toppliði Start í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik.
Breiðhyltingurinn Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark GAIS sem vann 2-1 sigur á Sigurði Jónssyni og lærisveinum í Djurgården í sænska boltanum í kvöld. Þetta er annar leikurinn í röð sem Eyjólfur skorar sigurmark GAIS.
Fredrikstad og Rosenborg skildu jöfn í kvöld, 1-1, sem þýðir að Stabæk er komið með sex stiga forystu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Gylfi Einarsson skoraði er Brann gerði 1-1 jafntefli við Viking en Veigar Páll Gunnarsson lagði upp tvö mörk í 6-0 stórsigri Stabæk á Strömsgodset.
Íslendingaliðið Sundsvall náði sér í mikilvægt stig er liðið gerði markalaust jafntefli við Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Tromsö og Bodö/Glimt gerðu í kvöld markalaust jafntefli í eina leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Notodden og Odd Grenland skildu í dag jöfn í marklausum leik í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland.
AIK og Gautaborg gerðu markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni nú í morgun. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar.
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Helsingborg í Svíþjóð, verður frá í að minnsta kosti hálft ár en komið hefur í ljós að hann er með slitið krossband í hægra hné.
Sverrir Garðarsson verður frá næstu þrjár vikurnar, að minnsta kosti, vegna meiðsla í öxl.
Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark sænska liðsins GAIS sem vann Gautaborg 1-0 í sænska boltanum í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautaborg en Hjálmar Jónsson var á bekknum.
Stefán Gíslason og félagar í Bröndby unnu góðan 1-0 sigur á FC Kaupmannahöfn í dag en leikið var bæði í Danmörku og Noregi í dag.
Sundsvall tapaði í dag fyrir toppliði Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, 3-0.
AGF tapaði í dag, 3-0, fyrir Nordsjælland á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Sandefjord vann í dag sinn fimmta leik í röð í norsku B-deildinni í knattspyrnu og eru á góðri leið með að komast upp í norsku úrvalsdeildina.
Árni Gautur Arason er á leið til norska B-deildarliðsins Odd Grenland eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka Sandefjord í 3-0 sigri liðsins á Odd Grenland í norsku B-deildinni í gærkvöldi.
Henning Berg, þjálfari Lyn, er meðal þeirra sem skilja ekkert í því að Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki spila með íslenska landsliðinu.
Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í Djurgården unnu í dag 2-1 sigur á Halmstad á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni. Djurgården er í sjöunda sæti deildarinnar af sextán liðum.
Fjórir leikir voru í norsku úrvalsdeildinni í dag. Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Bodö/Glimt sem vann Molde 2-1 en Bodö/Glimt er í fimmta sæti deildarinnar.
Veigar Páll Gunnarsson skoraði mark Stabæk sem gerði jafntefli, 1-1, gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í dag. Veigar Páll skoraði fyrsta mark leiksins á 57. mínútu en Lyn jafnaði á þeirri 65. með marki frá Gustavino og þar við sat.
Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Stabæk í Noregi átti heldur betur þátt í 4:1 sigri liðsins á Strømsgodset í gærkvöldi. Pálmi kom inn á sem varamaður eftir 81 mínútu í stöðunni 2:1 fyrir Stabæk.
Framherjinn Garðar Gunnlaugsson hjá IFK Norrköping í Svíþjóð er farinn til Búlgaríu þar sem hann verður á reynslu hjá liði CSKA Sofia næstu daga. Þetta kom fram í sænskum fjölmiðlum í dag og var staðfest á heimasíðu sænska félagsins.
Birkir Már Sævarsson var valinn maður leiksins eftir leik Brann og Marseille í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Marseille vann leikinn 1-0 en Birkir þótti besti leikmaður norska liðsins.
Hannes Þ. Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið þegar Sundsvall tapaði 1-2 fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hannes fékk rautt fyrir mótmæli við dómarann eftir að Hammarby skoraði jöfnunarmark á 58. mínútu.
Djurgården vann í dag sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í tæpa fjóra mánuði, síðan í lok apríl. Veigar Páll Gunnarsson tryggði sínum mönnum sigur á Álasundi.
Veigar Páll Gunnarsson tryggði í dag sínum mönnum í Stabæk sigur á Rosenborg á útivelli, 2-1.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark í sínum fyrsta leik í búningi Stabæk í gærkvöldi er varalið félagsins vann 4-2 sigur á varaliði Strömsgodset.
Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson gerði í dag fjögurra ára samning við Al Hilal í Sádí Arabíu og mun fá rúma 1,7 milljarða í laun ef hann stendur við samninginn.
Viðureign Djurgården og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna úrhellisrigningar.