Kjaraviðræður 2023-24

Fréttamynd

Sjó­menn sam­þykktu kjara­samning

Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðast í undir­búning að­gerða eftir tíu daga náist ekki samningar

Samninganefndir Fagfélaganna, Matvís, Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hafa gefið fulltrúum sínum við samningaborðið tíu daga til að ná saman við Samtök atvinnulífsins (SA) um nýjan kjarasamning. Takist það ekki munu nefndirnar hefja undirbúning aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsað­gerðir breið­fylkingarinnar yrðu sam­ræmdar

Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Ás­geir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðla­bankanum

Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.

Innlent
Fréttamynd

Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik

Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára

Innlent
Fréttamynd

Staðan „hunds­úr“ og óskar eftir við­horfs­breytingu hjá SA

Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. 

Innlent
Fréttamynd

Segir breiðfylkinguna fara með rangt mál

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt að þau hafi ekki viljað fallast á forsendur um að verðbólga yrði innan við sjö prósent og að vextir myndu lækka um 2,5 prósent á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var til­boð breiðfylkingarinnar

Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Segist treysta sér til að lifa á laununum sem SA býður breiðfylkingunni

Ríkissáttasemjari hyggst ekki boða breiðfylkingu stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins til fundar innan tveggja vikna nema hann finni fyrir vilja hjá þeim til að ræða málin. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA síðdegis í gær. Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að gera það að skilyrði í kjarasamningum að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti.

Innlent
Fréttamynd

Segir fram­ferði SA til skammar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Gengur sorg­mæddur og dapur frá borði

Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Efling komin að þolmörkum í við­ræðum

Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra.

Innlent
Fréttamynd

Róðurinn að þyngjast í kjara­við­ræðunum

Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast.

Innlent
Fréttamynd

Varar við „sterkri inn­spýtingu“ frá stjórn­völdum við gerð kjara­samninga

Kröfur breiðfylkingar stærstu verkalýðsfélaga landsins um myndarlega aðkomu stjórnvalda við gerð kjarasamninga með því að stórauka ýmsar bætur í tilfærslukerfunum væru til þess fallnar að ýta undir verðbólgu, rétt eins og miklar launahækkanir, og það er „mikilvægt“ að samningaaðilar geri sér grein fyrir því, að sögn seðlabankastjóra. Hann segir Seðlabankann vera „mjög meðvitaðan“ um að ört hækkandi raunvaxtastig kunni á ákveðnum tímapunkti vera farið að valda meiri skaða en ávinningi.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri segir allt á réttri leið

Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum.

Innlent
Fréttamynd

Sjó­­menn og SFS ná saman um nýjan kjara­­samning

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019, en á síðasta ári var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram fundað stíft í Karp­húsinu

Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófu fundahöld klukkan 09 í morgun og gert er ráð fyrir því að fundað verði áfram í allan dag.

Innlent
Fréttamynd

Funda á­fram á morgun en gefa ekkert upp

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA.

Innlent
Fréttamynd

Lækka og festa vöru­verð til árs­loka

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst.

Neytendur
Fréttamynd

Halda við­ræðum á­fram á morgun

Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag

Innlent