Kjaraviðræður 2023-25

Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins
Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara.

Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Ég stend með kennurum
Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara
Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara.

Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun
Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara funda á morgun hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefnd sveitarfélaga og grunn- og leikskóla frá því að slitnaði upp úr viðræðum í gær.

Sex kennarar á landinu enn í verkfalli
Verkfallsaðgerðir kennara standa enn yfir þrátt fyrir ákvörðun Félagsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að aðgerðirnar væru að stærstum hluta ólögmætar.

„Ég er bara pínu leiður“
Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt.

„Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“
Kennarar fundu margir hverjir blendnar tilfinningar þegar fréttir af ólögmæti verkfallsaðgerða í þréttan leikskólum og sjö grunnskólum bárust seint í gær. Félagsdómur sagði það byggt á þeim forsendum að aðgerðir næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda.

Fundinum lokið án árangurs
Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður.

Kennarar klæðast svörtu í dag
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun.

Útilokar ekki frekari aðgerðir
Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir.

Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir.

Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt
Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt.

Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar
Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda.

Fundi frestað fram yfir helgi
Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga annars vegar og kennara hins vegar luku fundi í Karphúsinu um fimmleytið, án þess að niðurstaða næðist í kjaradeilunni.

Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið
Ráðherra segir ríkissáttasemjara hafa óskað eftir aðkomu Hafþórs Einarssonar, skrifstofustjóra mennta- og barnamálaráðuneytis, að kjaradeilu kennara. Hann hafi hvorki rætt við kennara né komið bréfi til þeirra.

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra
Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara.

Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka.

Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja krefja forsætisráðherra um svör hvort menntamálaráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hafi skipt sér af kjaraviðræðum kennara við sveitarfélögin liðna helgi.

Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta
Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélögin náðu að landa kjarasamningi á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir langan og strembinn dag. Bjarna Ingimarssyni, formanni Landssambandsins, var að vonum létt yfir áfanganum.

Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina
Trúnaðarmaður kennara segir vantraust ríkja hjá stéttinni og samningar hafi ekki náðst því ekki hafi verið boðið nóg. Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir að ráðamenn beri ábyrgð. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag og stóð hann fram eftir degi.

Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd
Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum.

Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi?
„Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði.

Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls.

Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir
Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir.

Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum?
Það fór eins og við mörg óttuðumst. Verkföll eru skollin á aftur. Ég er því miður ekki hissa.

Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun
Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið.

„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“
Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög.

Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað
Samningafundi samtaka kennara með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga lauk á áttunda tímanum í kvöld án þess að niðurstaða fengist í kjaradeilu þeirra. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi boðað deiluaðila til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið.