
Tré

Jólatré að seljast upp: „Engin lifandi jólatré á áramótabrennum í ár“
Lifandi jólatré eru við það að seljast upp í verslunum landsins. Forstjóri Húsasmiðjunnar segist merkja breytingar í kauphegðun landans þegar kemur að trjánum, bæði sé fólk tímanlega í því en eins eru mun fleiri að færa sig yfir í gervitré.

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa
Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

„Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar
Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík.

„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“
Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll.

Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn
Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum.

Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur.

Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð
Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar.

Tímamótatré valið tré ársins
Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð.

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“
Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins
Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands.

Rauðgrenitré útnefnt tré ársins
Þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins.

Beyki er Tré ársins 2017
Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017. Tréð er talið allt að hundrað ára gamalt. Haldin verður hátíðleg athöfn við Hellisgerði klukkan 15 í dag.

Alaskaösp við Garðastræti er Tré ársins 2016
Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins.

Gráösp valin tré ársins
Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar.

Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ
Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands.

Tré ársins kynnt í dag
Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu.

Kynslóðir mætast í trjárækt
Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár.

Gráösp valin tré ársins
Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag tré ársins. Tré ársins er Gráösp sem stendur við Austurgötu 12 í í Hafnarfirði.