Umhverfismál

Fréttamynd

Ólafur Teitur til Carbfix

Ólafur Teitur Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, mun hefja störf hjá fyrirtækinu Carbfix í mars.

Klinkið
Fréttamynd

Hallærislegt virkjanaútspil

Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum.

Skoðun
Fréttamynd

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir

Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í bíla­þvotti eftir flug­elda

Ís­lendingar flykkjast þessa dagana í þúsunda­tali með bíla sína á bíla­þvotta­stöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sér­stak­lega mikil vegna veður­skil­yrða eftir flug­elda­sprengingarnar um ára­mótin.

Innlent
Fréttamynd

Allt í rusli – en samt ekki

Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára.

Skoðun
Fréttamynd

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fólki að losa sig við jóla­ruslið allan sólar­hringinn

Í tilefni þess jólagjafaflóðs sem flæðir yfir landann á aðfangadagskvöld, með tilheyrandi papparusli og öðru slíku, hefur Orkan ákveðið að bjóða fólki að skila pappa, plastumbúðum og jólapappír til endurvinnslu á fjórum stöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu nú milli jóla og nýárs.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu húsleit vegna rann­sóknar á sölu tveggja skipa Eim­skips

Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes

Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 

Innlent
Fréttamynd

Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið

Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Elexír við virkjana­á­ráttu?

Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira.

Skoðun
Fréttamynd

Verst væri ef fólk missti trúna á endur­vinnslu

Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýni á frið­lýsingu Dranga „stormur í vatns­glasi“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga

Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 

Innlent
Fréttamynd

Stóla­leikur, nema bara ef þú átt fullt af pening

Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Orku­skipti á hafi

Mögulegt er talið að orkuskipti innlenda skipaflotans verði um garð gengin fyrir árið 2050. Til þess þarf að tryggja framleiðslu og innviði fyrir rafeldsneyti og öflug stefnumótun að vera til staðar frá stjórnvöldum, með stuðningi við fjárfestingar, skattalegum hvötum og skýrum kröfum um vaxandi hlut grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis.

Innlent