Umhverfismál

Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi.

Allt að 21 milljón tonn af örplasti í Atlantshafinu
Tólf til tuttugu og eitt milljón tonn af örplasti fljóta um í Atlantshafinu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Haffræðistofnunar Bretlands.

Framkvæmdum lokið og heitu vatni hleypt aftur á
Verið er að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdum lauk fyrr en áætlað var.

Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi
Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir.

Kínverjar hvattir til að klára af disknum sínum
Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins.

Bein útsending: Setningarathöfn Gagnaþons fyrir umhverfið
Gagnaþon fyrir umhverfið hefst í dag með athöfn þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun setja viðburðinn.

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

Akureyringur, kauptu metanbíl!
Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt.

Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga
„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi.

Óttast að skipið gæti brotnað í tvennt
Yfirvöld eyríkisins Máritíus segjast óttast að flak flutningaskipsins MV Wakashio gæti brotnað í tvennt en stórar og miklar sprungur hafa myndast á ytra byrði þess.

Reyna að hefta útbreiðslu olíu eftir stórfelldan leka
Sjálfboðaliðar á Máritíus gera nú allt til að reyna að hefta útbreiðslu olíu í sjónum eftir stórfelldan leka úr japönsku flutningaskipi sem strandaði undan strönd landsins í síðasta mánuði.

Skilar upprunaábyrgðarbréfum aftur til Íslands
Belgi sem var búsettur hér á landi í tæp tuttugu ár ætlar að afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf á hádegi í dag.

Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey.

Rainn Wilson og Stjörnu-Sævar spjalla um loftslagsvána
Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot

Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss
Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins.

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði
Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó
Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp.

Grótta áfram lokuð
Friðlandið við Gróttu í Seltjarnarnesbæ verður lokað út júlí hið minnsta.

Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda
Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu.

Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast.

Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina
Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl.

Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall
Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin.

Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn
Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu.

Gert að afgreiða matsáætlun vegna vindorkugarðs í Dalabyggð án tafa
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur lagt fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða án frekari tafa matsáætlun vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð.

Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit
Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg.

Kristinn leiðir viðskiptaþróun Carbfix
Kristinn Ingi Lárusson hefur verið ráðinn til Carbfix, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur.

Óli Stef vildi stöðva bíl fatlaðrar konu sem þó komst hjá við illan leik
Konan skelkuð eftir fjandsamlegt viðhorf vegna aksturs um Laugaveg og þorir vart út úr húsi.

Framtíðin felst í grænni orku og nýsköpun
Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi.

Evian kynnir miðalausa brúsa
Vatnsframleiðandinn Evian stefnir að því að allir vatnsbrúsar þeirra verði 100% endurnýjanlegir fyrir árslok árið 2025.

Hálendisleiðin um Sprengisand opnuð í dag
Hálendisleiðin um Sprengisand opnaðist í dag, en þetta er hálfum mánuði seinna en í fyrra sem þessi drottning íslenskra fjallvega verður fær.