Bandaríkin

Fréttamynd

Heard ætlar að áfrýja

Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara.

Erlent
Fréttamynd

Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi

Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi.

Erlent
Fréttamynd

Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk

Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk.

Erlent
Fréttamynd

Sheryl Sandberg hættir hjá Meta

Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Meta, ætlar að hætta hjá fyrirtækinu eftir að hafa verið mjög áberandi í fremstu röðum þar í fjórtán ár. Í tilkynningu segist hún ætla að einbeita sér að mannúðarstarfi og að öðru leyti viti hún ekki hvað framtíðin beri í skauti sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Depp hafði betur í meið­yrða­málinu gegn Heard

Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna.

Erlent
Fréttamynd

Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist

Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. 

Lífið
Fréttamynd

Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin

Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi

Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975.

Erlent
Fréttamynd

Rannsakandi Trumps beið afhroð

Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að.

Erlent
Fréttamynd

Mjólkur­vörur Örnu á Banda­ríkja­markað

Forsvarsmenn Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu með forsvarsmönnum Reykjavík Creamery, mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu, um samstarf milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde

Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær.

Erlent
Fréttamynd

„Við vitum hvað virkar gegn þessu“

Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind

Erlent
Fréttamynd

George Shapiro látinn

George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands

Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum.

Erlent
Fréttamynd

Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið

Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða.

Erlent
Fréttamynd

Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin

Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini.

Erlent
Fréttamynd

„Bless“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

Lífið
Fréttamynd

Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína.

Erlent