Bandaríkin

Fréttamynd

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.

Erlent
Fréttamynd

Birta nöfn þeirra sem létust á tón­leikum Tra­vis Scott

Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrir­sætu

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn.

Lífið
Fréttamynd

Luku 198 daga geimferð í nótt

Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta

Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slaka á ferða­banni til Banda­ríkjanna

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fannst nakinn inni í vegg á karla­klósetti

Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúa­deildin sam­þykkti inn­viða­frum­varp Bidens

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Sons of Anarchy-stjarna látin

Bandaríski leikarinn William Lucking, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy, er látinn. Hann var áttræður þegar hann lést.

Lífið