Bandaríkin

Missti báða foreldra sína í vikunni
Bandaríski grínistinn Conan O' Brien missti foreldra sína í vikunni með þriggja daga millibili. Faðir hans lést á mánudag og móðir hans í gær.

Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu
Seinheppinn maður í Fall River í Massachusetts í Bandaríkjunum varð fyrir því óláni í vikunni að festast í skorsteini. Þangað stakk hann sér á flótta undan lögregluþjónum, sem þurftu í kjölfarið að koma honum til bjargar með hjálp slökkviliðsmanna.

Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps
Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar.

Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO
Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð.

Trump yngri er algjör kvennabósi
Hinn átján ára gamli Barron Trump er kvennabósi. Svo segir sagan í erlendum slúðurmiðlum en þar segir að Barron sé afar vinsæll þangað sem hann sækir nám í viðskiptaháskólann Stern School of Business sem staðsettur er í New York.

„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“
Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra.

Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu
Donald Trump, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í annað sinn í nóvember, er manneskja ársins að mati bandaríska tímaritsins Time Magazine. Fram kemur í umfjöllun Time að „pólitísk endurfæðing“ Trumps eigi sér enga hliðstæðu í sögu Bandaríkjanna.

Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps
Meta, móðurfélag Facebook sem er í eigu Mark Zuckerberg, hefur gefið milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump. Forsetinn verðandi hefur ítrekað gagnrýnt auðjöfurinn á undanförnum mánuðum og einnig hótað aðgerðum gegn Facebook og öðrum fyrirtækjum sem hann sakar um að hafa farið gegn sér.

Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims
Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur.

Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran
Talsmaður Pentagon neitar því staðfastlega að drónar sem sést hafa í New Jersey á síðustu vikum komi frá „móðurskipi“ Írana við austurströnd Bandaríkjanna.

Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar
Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar.

Skrifaði um að drepa „baunateljara“
Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það.

Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð
Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu.

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL
Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara
Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus.

Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion
Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion.

Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal
Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag.

Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs
Bandaríski stórleikarinn Jeremy Allen White mun spreyta sig í Stjörnustríðsheiminum í væntanlegri kvikmynd. Þar mun hann ljá syni Jabba jöfurs, eða Jabba the Hutt, rödd sína.

Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag.

„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“
Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum.

Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans
Slitnað hefur upp úr hjá bandaríska stjörnuparinu Megan Fox og Machine Gun Kelly. Þau eiga von á barni á allra næstu mánuðum.

Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps
Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim.

Kapp kaupir bandarískt félag
Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp.

Ákærður fyrir morð í New York
Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York.

Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy
Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra.

Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur verið gerður afturreka með ósk sína um að fá að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem meðal annars kveða á um að elstu börnin hans fjögur fái jafnan atkvæðisrétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum.

Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi
Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína.

Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið
Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd.

Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York
Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna.

Með fingraför og lífsýni til rannsóknar
Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan.