
Bandaríkin

Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum.

Leikstjórinn James Foley er látinn
Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila.

Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans
John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart.

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn.

Hvað vitum við um Leó páfa?
Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. í röðinni, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi.

„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann.

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði.

Samþykktu Trump-samninginn einróma
Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Einhliða vopnahlé Rússa hafið
Þriggja sólarhringa vopnahlé sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti boðaði í Úkraínu hefur tekið gildi. Tilefni vopnahlésins er að áttatíu ár eru liðin frá lokum seinni hemisstyrjaldar.

Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí
Bandaríska Walt Disney Company og upplifunarfyrirtækið Miral í Abú Dabí ætla sér að opna nýja risa Disney-skemmtigarð í Abú Dabí.

Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent
Alvotech áætlar að mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur félagsins af sölu lyfja á árinu.

Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“.

Misstu aðra herþotu í sjóinn
Áhöfn bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman hefur misst tvær herþotur í sjóinn á rúmri viku. F/A-18 Super Hornet orrustuþota féll í Rauðahafið í gær, strax eftir lendingu en tveir sem voru um borð í þotunni þurftu að skjóta sér úr henni og var þeim bjargað úr sjónum.

Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“
Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“

Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi
Svissnesk-bandaríski myndlistarmaðurinn Christian Marclay hefur komið víða að í listheiminum og þar á meðal unnið til verðlauna á virtu hátíðinni Feneyjartvíæringnum. Verk hans The Clock er af mörgum talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og er nú til sýnis á Listasafni Íslands.

Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston
Leikkonan Jennifer Aniston var stödd heima hjá sér þegar maður keyrði bíl gegnum hliðið að heimili hennar í Los Angeles. Öryggisvörður Aniston yfirbugaði manninn, sem er á áttræðisaldri, áður en lögregla kom á vettvang og handtók hann.

Þau allra nettustu á Met Gala
Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta.

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn.

Fækkar herforingjum um fimmtung
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent.

Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“
Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum.

Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér
Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag.

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
„Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Þar boðaði hann að kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna yrðu tollaðar um eitt hundrað prósent. Fjögur til sex stór kvikmyndaverkefni eru í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum.

Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi
Fyrsti mánudagur í maí er runninn upp sem er gjarnan uppáhalds mánudagur tískuunnenda. Ástæða þess er að Met Gala, stærsta tískuhátíð í heimi, fer fram í New York í kvöld.

Áttu sturlaða stund á Times Square
„Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá.

The Wire og Sopranos-leikari látinn
Bandaríski leikarinn Charley Scalies sem þekktur er fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum The Wire og The Sopranos, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést fyrsta dag maímánaðar, en hann hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn um nokkurt skeið.

Segir réttarríkið standa í vegi sínum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum.

Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena
Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum.

Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“
Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu.

PAP vann stórsigur í Singapúr
People’s Action flokkurinn, PAP, vann stórsigur í þingkosningum í Singapúr í dag. Flokkurinn hefur verið við völd í landinu í 66 ár. Lawrence Wong, forsætisráðherra landsins, tók við fyrir um ára síðan þegar þáverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér.

Buffett hættir sem forstjóri við lok árs
Warren Buffett hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem forstjóri fyrirtækis síns, Berkshire Hathaway, við lok þessa árs. Buffett tilkynnti á ársfundi fyrirtækisins að Greg Abel myndi taka við af honum. Buffett er fjórði ríkasti maður heims.