Félagsmál

Fréttamynd

Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði

Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.

Innlent
Fréttamynd

Kerfisbreyting í þágu barna

Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir félagslega blöndun hafa mistekist í 111

Notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til íþrótta- og tómstundanáms er langminnst í hverfi 111. Aðeins 66 prósent stúlkna og 69 prósent drengja nýta sér kortið í hverfinu en meðaltalið er um 82 prósent í öðrum hverfum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf

Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Innlent
Fréttamynd

Sér fram á að missa fimm daga gamalt barn sitt

Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi

Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að láta drauminn um Disneyland rætast á þrítugsafmælinu

Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli. Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald's.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar bláeygðir þegar kemur að vændi

Sex nemar í Háskólanum í Reykjavík unnu verkefnið Vopn gegn vændi til að fræða starfsfólk gististaða um einkenni starfseminnar. Byggist á sænskri fyrirmynd. Að þeirra mati eru Íslendingar oft bláeygðir gagnvart vændi.

Innlent
Fréttamynd

Engin miskunn hjá Magnúsi

Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars

Arnar Gunnar Hjálmtýsson opnar áfangaheimili í Kópavogi á næstu dögum. Hann upplifði þörfina fyrir slík úrræði þegar sonur hans hafði í engin hús að venda. Arnar er bróðir Páls Óskars og nefndi heimilið eftir laginu Betra líf.

Innlent
Fréttamynd

Sextíu heimilislausir bíða úrræða

Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn.

Innlent
Fréttamynd

Áfall

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að FEB hefur verið að byggja 68 íbúðir í tveimur blokkum við Árskóga 1-3. Þegar komið var að afhendingu íbúðanna um mánaðamótin júlí/ágúst, kom í ljós að tæplega 400 milljóna króna halli var á framkvæmdunum.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera fyrri til

Eitt af því sem ég hef upplifað undanfarin ár sem lögblindur einstaklingur er hve margir nota sjónskerðingu mína til þess eins að sleppa því að heilsa mér.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Árskógarmálið heldur áfram fyrir dómi á morgun

Samningaviðræður Félags eldri borgara við annan kaupanda hafa ekki gengið eftir. Innsetningarmálið heldur því áfram og verður það þingfest á morgun. Lögmaður kaupandans efast um gildi kaupréttarákvæðis og segir félagið ekki í samningsstöðu.

Innlent