Lögreglumál Sérsveitin kölluð til í Brautarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra snemma í morgun við lögregluaðgerð í Brautarholti í Reykjavík. Innlent 4.9.2024 18:53 Flúðu heimili sitt eftir líkamsárás og umsátur Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. Innlent 4.9.2024 17:02 Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. Innlent 4.9.2024 15:09 Sagður hafa ógnað ungum stúlkum með hníf í Seljahverfinu Grímuklæddur karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa ógnað stúlkum á aldrinum tíu til fjórtán ára við leikvöll í Seljahverfinu í gærkvöldi. Málið er á borði lögreglu. Innlent 4.9.2024 12:15 Skólabörn óttuðust mann sem sofnaði á bekk í almenningsgarði Lögreglan á Vestfjörðum kom manni í andlegu ójafnvægi undir læknishendur í gær eftir að tilkynnt var um veru hans í almenningsgarði á Ísafirði. Hann hafði legið sofandi á bekk í garðinum yfir nóttina og þegar kennsla hófst í grunnskóla bæjarins hafði maðurinn vaknað og nemendur orðið hræddir við hann. Innlent 4.9.2024 12:10 „Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. Innlent 4.9.2024 10:49 Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Innlent 4.9.2024 07:03 Einn handtekinn í tengslum við líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt mann í tengslum við líkamsárás í póstnúmerinu 104. Þolandi árásarinnar er sagður hafa hlotið minniháttar meiðsli. Innlent 4.9.2024 06:18 Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. Innlent 3.9.2024 22:07 Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 3.9.2024 16:54 „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. Innlent 3.9.2024 15:01 Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Innlent 3.9.2024 14:34 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Innlent 3.9.2024 14:06 Skýr mynd komin af atburðum á Skúlagötu Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd af atburðum á Skúlagötu á menningarnótt, þegar sautján ára stúlka varð fyrir stunguárás sem dró hana til dauða. Innlent 3.9.2024 14:00 Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Innlent 3.9.2024 13:12 Mál tveggja áfengisnetverslana komin á borð ákærusviðs Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins. Innlent 3.9.2024 12:41 Sakaður um kynferðisáreitni en mögulega farinn úr landi Rúmlega fertugur karlmaður frá Litháen hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðarins Miðbarnum á Selfossi í ágúst 2022. Ekki hefur tekist að birta viðkomandi ákæruna og er hún því birt opinberlega í Lögbirtingablaðinu. Innlent 3.9.2024 09:49 Tvö börn flutt á spítala eftir að hafa neytt kannabis-gúmmíbangsa Tvö börn voru flutt á Barnaspítalann Hringsins í gær eftir að í ljós kom að þau höfðu borðað gúmmíbangsa sem innihéldu THC, tetrahýdrókannabínól, sem unnið er úr kannabisplöntunni. Innlent 3.9.2024 06:06 „Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. Innlent 2.9.2024 22:03 Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. Innlent 2.9.2024 16:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. Lífið 2.9.2024 14:36 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. Innlent 2.9.2024 11:45 Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Innlent 2.9.2024 10:10 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Innlent 1.9.2024 20:03 „Þau stóðu og tröðkuðu á andlitinu á honum“ „Ég er að beygja inn á planið þegar dóttir mín argar „það er verið að meiða“,“ segir kona sem varð vitni að fólskulegri hópárás fyrir utan Breiðholtslaug í dag. Innlent 1.9.2024 19:07 Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. Innlent 1.9.2024 18:48 Taka höndum saman gegn hnífaburði: „Þú ert aumingi“ Skýr skilaboð berast frá samfélagsmiðlastjörnum þessa dagana vegna fréttaflutnings og umræðu um aukinn hnífaburð ungmenna og þess skaða sem hann veldur: þeir sem bera hnífa úti á lífinu eru aumingjar og eiga sér engar málsbætur. Innlent 1.9.2024 13:18 Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Innlent 1.9.2024 08:16 Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. Innlent 31.8.2024 17:49 Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Innlent 31.8.2024 12:57 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 278 ›
Sérsveitin kölluð til í Brautarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra snemma í morgun við lögregluaðgerð í Brautarholti í Reykjavík. Innlent 4.9.2024 18:53
Flúðu heimili sitt eftir líkamsárás og umsátur Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. Innlent 4.9.2024 17:02
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. Innlent 4.9.2024 15:09
Sagður hafa ógnað ungum stúlkum með hníf í Seljahverfinu Grímuklæddur karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa ógnað stúlkum á aldrinum tíu til fjórtán ára við leikvöll í Seljahverfinu í gærkvöldi. Málið er á borði lögreglu. Innlent 4.9.2024 12:15
Skólabörn óttuðust mann sem sofnaði á bekk í almenningsgarði Lögreglan á Vestfjörðum kom manni í andlegu ójafnvægi undir læknishendur í gær eftir að tilkynnt var um veru hans í almenningsgarði á Ísafirði. Hann hafði legið sofandi á bekk í garðinum yfir nóttina og þegar kennsla hófst í grunnskóla bæjarins hafði maðurinn vaknað og nemendur orðið hræddir við hann. Innlent 4.9.2024 12:10
„Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. Innlent 4.9.2024 10:49
Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Innlent 4.9.2024 07:03
Einn handtekinn í tengslum við líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt mann í tengslum við líkamsárás í póstnúmerinu 104. Þolandi árásarinnar er sagður hafa hlotið minniháttar meiðsli. Innlent 4.9.2024 06:18
Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. Innlent 3.9.2024 22:07
Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 3.9.2024 16:54
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. Innlent 3.9.2024 15:01
Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Innlent 3.9.2024 14:34
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Innlent 3.9.2024 14:06
Skýr mynd komin af atburðum á Skúlagötu Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd af atburðum á Skúlagötu á menningarnótt, þegar sautján ára stúlka varð fyrir stunguárás sem dró hana til dauða. Innlent 3.9.2024 14:00
Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Innlent 3.9.2024 13:12
Mál tveggja áfengisnetverslana komin á borð ákærusviðs Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins. Innlent 3.9.2024 12:41
Sakaður um kynferðisáreitni en mögulega farinn úr landi Rúmlega fertugur karlmaður frá Litháen hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðarins Miðbarnum á Selfossi í ágúst 2022. Ekki hefur tekist að birta viðkomandi ákæruna og er hún því birt opinberlega í Lögbirtingablaðinu. Innlent 3.9.2024 09:49
Tvö börn flutt á spítala eftir að hafa neytt kannabis-gúmmíbangsa Tvö börn voru flutt á Barnaspítalann Hringsins í gær eftir að í ljós kom að þau höfðu borðað gúmmíbangsa sem innihéldu THC, tetrahýdrókannabínól, sem unnið er úr kannabisplöntunni. Innlent 3.9.2024 06:06
„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. Innlent 2.9.2024 22:03
Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. Innlent 2.9.2024 16:01
Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. Lífið 2.9.2024 14:36
Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. Innlent 2.9.2024 11:45
Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Innlent 2.9.2024 10:10
Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Innlent 1.9.2024 20:03
„Þau stóðu og tröðkuðu á andlitinu á honum“ „Ég er að beygja inn á planið þegar dóttir mín argar „það er verið að meiða“,“ segir kona sem varð vitni að fólskulegri hópárás fyrir utan Breiðholtslaug í dag. Innlent 1.9.2024 19:07
Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. Innlent 1.9.2024 18:48
Taka höndum saman gegn hnífaburði: „Þú ert aumingi“ Skýr skilaboð berast frá samfélagsmiðlastjörnum þessa dagana vegna fréttaflutnings og umræðu um aukinn hnífaburð ungmenna og þess skaða sem hann veldur: þeir sem bera hnífa úti á lífinu eru aumingjar og eiga sér engar málsbætur. Innlent 1.9.2024 13:18
Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Innlent 1.9.2024 08:16
Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. Innlent 31.8.2024 17:49
Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Innlent 31.8.2024 12:57