Orkumál

Fréttamynd

Vilja reisa vindorku­garða við Hellis­heiði

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll

Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni.

Innlent
Fréttamynd

Búrfellslundur settur í bið og ó­vissa um Hvammsvirkjun

Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum.

Innlent
Fréttamynd

Raforkuþurrð eða lé­leg for­gangs­röðun?

„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“

Skoðun
Fréttamynd

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent
Fréttamynd

97.000.000.000.000 gíga­bæt

Rúmlega fimm milljarðar manna eru virkir á netinu. Á hverjum degi bætist við gagnamagnið sem þarf að geyma og vinna úr fyrir framtíðina - hundruð milljóna tölvupósta, stöðuuppfærslna, tísta, mynda, myndbanda, skjala og skráa en einnig líkana fyrir veðurspár, heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, framleiðslukerfi, samgöngukerfi, samskiptakerfi og fleira sem nútímasamfélag okkar byggir á.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku

Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum.

Innlent
Fréttamynd

Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að

Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Verndum vatnið okkar

Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Undirbúningur framkvæmda í uppnám

Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun

Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun.

Innlent
Fréttamynd

Er ramma­á­ætlun hin nýja Grá­gás náttúrunnar?

Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjá­tíu ára deilum um Hvamms­virkjun lokið

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 

Innlent
Fréttamynd

Stinga upp á einka­­­­væðingu ÍSOR til að varð­veita tæki­færi í jarð­hita­geiranum

Jarðboranir vara við afleiðingum þess að ríkisstofnunin Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) verði tekin af samkeppnismarkaði ef stórfelld áform umhverfisráðherra um sameiningar stofnana ná fram að ganga. Ákjósanlegra sé að stofna sérstakt félag utan um starfsemi ÍSOR, og jafnvel hleypa einkafjárfestum inn í hluthafahópinn, til að koma í veg fyrir að tækifæri Íslendinga til þátttöku í jarðhitaverkefnum glatist.

Innherji
Fréttamynd

Maður og bolti

Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­stjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei!

Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­stjórn frestar af­greiðslu á fram­kvæmda­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður?

Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­lýsingar Lands­virkjunar um raf­mynta­gröft séu loðnar

Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum.

Innlent
Fréttamynd

Aukið af­hendingar­öryggi og ný tæki­færi til at­vinnu­upp­byggingar

Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí.

Skoðun
Fréttamynd

Til bjargar hita­veitum landsins

Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Bitcoinvirkjunin

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt minnis­blað um á­hrif Hvamms­virkjunar á Þjórs­ár­laxinn

Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísimarkverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum.

Skoðun