Brexit

„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel.

Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“
Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit.

Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun
Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings.

Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega
Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu.

Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings
Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu.

Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB
Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður.

Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar
Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því.

Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi
Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings.

Ógnaði þingmanni sem var mótfallinn Brexit
Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu.

Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár
Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi.

Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit
Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans.

Bílaframleiðsla í Bretlandi féll um 20%
Framleiðsla bíla í Bretlandi, sem hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum, er nú mjög á undanhaldi og féll um heil 20% á fyrri helmingi þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra. Júní var þrettándi mánuðurinn í röð sem bílaframleiðsla minnkar í Bretlandi.

Brexit er Íslandi þungt
Breska blaðið Financial Times segir Ísland í sjötta sæti landa sem verða fyrir mestum áhrifum af Brexit. Bretar undirbúa nú útgöngu án samnings við ESB.

Hagvaxtarspár lækka vegna óvissu um Brexit
Englandsbanki hefur lækkað hagvaxtarspár sínar vegna vaxandi óvissu um Brexit. Gerir bankinn nú ráð fyrir 1,3 prósenta hagvexti í ár í stað 1,5 prósenta vaxtar og að vöxturinn á næsta ári verði 1,3 prósent í stað 1,6 prósenta.

Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings
Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings.

Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi.

Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut
Oddviti skosku heimastjórnarinnar var ómyrkur í máli eftir fund þeirra Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í gær.

Johnson vill nýjan samning
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning.

Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings
Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust.

Breska ríkisstjórnin telur Brexit án samnings líklega niðurstöðu
Michael Gove vinnur að undirbúningi samningslauss Brexit, verði það niðurstaðan.

Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands
Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi.

Hver er Boris?
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris.

Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum
Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar.

Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“
Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu.

Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson
Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt.

Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna
Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu.

Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit
Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum.

Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert
"Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson.

Boris skipar nýja ríkisstjórn
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá.

Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra
Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust.