Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir lang­þráð met­ár

Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024

Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana.

Lífið
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“

Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“

Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með óútskýrða floga­veiki í kjöl­far fæðingar

Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

Flatur strúktúr gekk ekki upp

María Sigríður Halldórsdóttir hefur tekið formennsku WIFT á Íslandi eftir að stjórnin starfaði með flötum strúktúr án formanns í eitt ár. Fyrirkomulagið þótti ekki ganga upp.

Lífið
Fréttamynd

Lilja lofar öllu fögru

Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Barry Keoghan leikur Bítil

Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stór­stjörnum í væntan­legri kvik­mynd Marvel

Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Markviss skref hafa verið stigin til þess að styrkja umgjörð greinarinnar á grundvelli Kvikmyndastefnu til ársins 2030.

Skoðun