Tennis

Nadal með veiruna og óvíst hvort hann nái Opna ástralska
Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, greindist með kórónuveiruna við heimkomu til Spánar eftir að hann keppti á Mubadala-mótinu í Abu Dhabi um síðustu helgi.

Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi
Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun.

Aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfs Peng Shuai
Öllum mótum á vegum WTA, Alþjóðatennissamband kvenna, sem fram áttu að fara í Kína hefur verið aflýst vegna áhyggju sambandsins af tenniskonunni Peng Shuai.

Tennisfólk má bara vera að hámarki í þrjár mínútur á klósettinu
Alþjóðatennissambandið þurfti að búa til nýjar reglur yfir klósettferðir keppenda í leikjum frá og með næsta ári.

Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai
Forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar ræddu við kínversku tenniskonuna Peng Shuai í gegn um myndbandssímtal í hálftíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Segja Peng Shuai hafa verið á tennismóti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar
Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.

Óbólusettir fá ekki keppnisrétt á Opna ástralska
Til þess að fá keppnisrétt á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þá þurfa keppendur að hafa gengist undir bólusetningu við Covid-19. Þetta sagði stjórnandi mótsins, Craig Tiley, í gær.

Krefjast svara um Peng Shuai
Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu.

Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi
Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.

Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg
Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni.

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni
Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.

Kínversk tennisstjarna horfin eftir að hafa sakað háttsettan embættismann um kynferðisofbeldi
Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai er horfin eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforsætisráðherra landsins, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi.

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun
Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Emma ekki að stressa sig yfir þjálfaraleysinu: Ég er að læra þjálfa mig sjálf
Breska tenniskonan Emma Raducanu sló í gegn í sumar þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis en tók síðan þá ákvörðun að reka þjálfarann sinn.

Segir þjálfarana vilja fá of mikinn pening fyrir að þjálfa sig
Breska tennisstjarnan unga Emma Raducanu er ekki enn búin að finna sér nýjan þjálfara en hún ákvað óvænt að skipta þeim gamla út eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum.

Federer ekki meðal tíu bestu í heimi
Svisslendingurinn Roger Federer er ekki lengur meðal tíu bestu tennisspilara í heimi en nýr heimslisti var gefinn út í dag. Hinn fertugi Federer er þó hvergi hættur en hann er sem stendur að jafna sig af meiðslum á hné.

Hrundi út í fyrstu umferð eftir sigur á Opna bandaríska fyrir tæpum fjórum vikum
Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag.

Undarleg hefð Andy Murray kom honum næstum því í mikil vandræði hjá konunni
Tenniskappinn Andy Murray er búinn að fá aftur skóna sína sem hafði verið stolið frá honum í gær. Það voru þó ekki skórnir sem voru aðalmálið heldur hvað hékk í reimunum á þeim.

Naomi Osaka ekki lengur meðal þeirra tíu bestu í heimi
Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka er dottin út af topp tíu listanum yfir bestu tenniskonur heimsins í dag.

Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu
Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum.

Medvedev vann Djokovic í úrslitum
Rússinn Daniil Medvedev vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis nú rétt í þessu. Hann lagði Serbann Novak Djokovic í þremur settum í úrslitum.

Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið
Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga.

Djokovic í úrslit á Opna bandaríska | Getur orðið sá sigursælasti í sögunni
Novak Djokovic er kominn í úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í Tennis. Hann getur þar unnið sinn 21. titil og tekið fram úr þeim Roger Federer og Rafael Nadal þegar kemur að fjölda titla á risamótum. Djokovic yrði þar með sigursælasti tenniskappi sögunnar í karlaflokki.

Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts
Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari.

Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk
Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti.

Segist ekki taka sálina hjá neinum en hann mun taka lappirnar undan þér
Novak Djokovic er komin í átta manna úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Jenson Brooksby. Hann var í skemmtilegu viðtali eftir leik.

Áhorfendur komust ekki heim vegna Ídu
Opna bandaríska meistaramótið í tennis fer nú fram á Flushing Meadows-svæðinu sem staðsett er í Queens í New York. Fellibylurinn Ída gerði áhorfendum lífið leitt þar sem mörg þeirra sátu föst á vellinum vegna veðurs.

Fór með sigur af hólmi þrátt fyrir að halda að hún væri handarbrotin
Aryna Sabalenka er komin í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Tamöru Zidansek. Sabalenka hélt að hún hefði handarbrotnað í fyrsta setti leiksins en komst í gegnum sársaukann og fór áfram.

Serena og Venus ekki með á Opna bandaríska
Systurnar Serena og Venus Williams verða meðal fjölda stórra nafna sem munu ekki taka þátt á Opna bandaríska meistarameistaramótinu í tennis. Er þetta í fyrsta sinn sem báðar systurnar eru fjarverandi síðan árið 2003.

Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt
Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu.