Fimleikar

Keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum fimm árum áður en Simone Biles fæddist
Fimleikakonan Oksana Chusovitina kvaddi í gær eftir að hafa lokið keppni á sínum áttundu Ólympíuleikum. Hún ætlar nú að einbeita sér að því að vera eiginkona og mamma.

Biles átti ekki sinn besta dag
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum.

Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó
Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum.

Simone Biles fyrst til að fá eigið myllumerki
Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, er fyrsta íþróttakonan til að fá sitt eigið myllumerki á samfélagsmiðlinum Twitter.

Smit greindist í bandaríska fimleikaliðinu
Bandarísk fimleikakona, sem er í hópi þeirra sem keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó, greindist með COVID-19 við sýnatöku í Japan í dag. Þónokkur smit hafa greinst á meðal íþróttafólks sem fer á leikana á síðustu dögum.

Eyþóra söng sjálf lagið í gólfæfingunum sínum og komst á Ólympíuleikana
Íslensk-hollenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir skrifaði örugglega fimleikasöguna um helgina þegar hún skilaði frábærum gólfæfingum undir tónlist sem hún þekkti afar vel.

Sjáðu stórkostlegt stökk Helga Laxdal á Stjörnudegi
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í dag. Lið Stjörnunnar sigraði mótið með yfirburðum bæði í kvenna- og karlaflokki, urðu bæði lið Íslandsmeistarar á öllum áhöldum. Helgi Laxdal stal samt fyrirsögnunum með ótrúlegu stökki sínu.

Tókst eitthvað sem engri fimleikakonu hefur áður tekist
Hin magnaða Simone Biles tók þátt á sínu fyrsta fimleikamóti í rúma 18 mánuði nú um helgina. Þar framkvæmdi hún stökk sem engri fimleikakonu hefur áður tekist.

Söguleg stökk þegar Stjarnan vann tvöfalt
Stjarnan kom, sá og sigraði á bikarmeistaramótinu í hópfimleikum sem fram fór Garðabæ í gær. Á mótinu sáust tvö stökk sem ekki hafa sést áður í keppni á Íslandi.

Ásdís Hjálmsdóttir er nýr formaður íþróttamannanefndar ÍSÍ
Ný Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur verið kosin og nefndin valdi sér nýjan formann á fyrsta fundi sínum á dögunum.

Systkini kepptu bæði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum
Systkinin Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn þreyttu bæði frumraun sína á Evrópumóti í áhaldafimleikum á dögunum en þau kepptu þá fyrir hönd Íslands á EM í Basel í Sviss.

Breyttu vélaverkstæði í fimleikahús
Íþróttafélagið Gerpla hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt í gær og í tilefni af hálfrar aldrar afmæli félagsins var sett saman fróðlegt myndband um sögu fimleikafélagsins.

Gæti haldið áfram eftir Ólympíuleikana í sumar
Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, hefur nú gefið út að hún gæti haldið áfram þegar Ólympíuleikunum í Tókýó lýkur í sumar. Áður hafði Biles, sem er aðeins 24 ára gömul, gefið út að hún myndi líklega hætta eftir leikana í Japan.

Tíu mismunandi meistarar á áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum
Það vantaði ekki Íslandsmeistarabrosin eftir keppni helgarinnr á stærsa móti ársins í íslenskum fimleikum.

Nanna og Valgarð hrepptu Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut
Valgarð Reinhardsson úr Gerplu og Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í gær.

Björk og Gerpla tóku gullið
Bikarmót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum fór fram í dag í fimleikahúsi Gerplu.

Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi
John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá.

Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics
Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali.

Notar höndina sem brotnaði mun meira
Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri.

Sjáðu magnaðar fimleikaæfingar sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar
Fimleikaæfingar Niu Dennis hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Þær vöktu meðal annars athygli Simone Biles og fleiri stjarna.

Elsti Ólympíumeistarinn hundrað ára
Ágnes Keleti, elsti lifandi gullverðlaunahafinn á Ólympíuleikunum, fagnaði hundrað ára afmæli sínu á laugardaginn.

Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins
Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni.

Sjáðu menntamálaráðherra Íslands gera handahlaup í hvatningarmyndbandi FSÍ
Fimleikasamband Íslands sendi fimleikafólki landsins hvetjandi skilaboð í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Tryggði sér sæti í úrslitum á Evrópumóti unglinga á sínu fyrsta móti í tíu mánuði
Jónas Ingi Þórisson braut blað í íslenskri fimleikasögu í gær með því að vinna sér inn sæti í úrslitum í fjölþraut og á stökki á Evrópumóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum.

Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri.

Fótboltinn langvinsælastur og karfan fór upp fyrir handboltann
Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Þriðjungur landsmanna stundaði í fyrra íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ.

Hálfan milljarð vantaði upp á og þörf íþróttafélaganna aukist
Alls bárust ÍSÍ umsóknir um yfir 700 milljónir króna frá íþróttafélögum og sérsamböndum vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins í vor. ÍSÍ hefur hins vegar 150 milljónir til að deila út.

Landsliðsmenn kynntu fimleika með stæl - Mögnuð stökk út í sjó og ár
Jökulsárlón, höfnin á Höfn í Hornafirði, og Eyvindará við Egilsstaði voru meðal viðkomustaða karlalandsliðs Íslands í hópfimleikum sem sýndi mögnuð tilþrif á hringferð sinni um landið í júlí.

Bandarískur fimleikameistari undir áhrifum frá Katrínu Tönju
Riley McCusker er nítján ára gömul. Hún er fimleikakona frá Bandaríkjunum sem hefur m.a. orðið heimsmeistari í greininni.

Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar
Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum.