Sport

Komu til baka eftir skelfi­lega byrjun

Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Enski boltinn

Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum

Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.

Enski boltinn

Le­verku­sen tapaði mikil­vægum stigum

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg.

Fótbolti

Allir von­sviknir af velli í Varazdin

Austurríki og Holland urðu á endanum að sætta sig við jafntefli, 37-37, í milliriðli tvö á HM karla í handbolta í dag. Það eykur líkurnar á að Ungverjar fylgi Frökkum upp úr riðlinum, og í 8-liða úrslit við lið úr milliriðli Íslands.

Handbolti

Í beinni: Wol­ves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að mis­stíga sig

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti.

Enski boltinn

Gengst við því að hafa gert mis­tök

„Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu.

Handbolti

Al­freð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM

Gísli Bragi Hjartar­son múrara­meistari og fyrr­verandi bæjar­full­trúi á Akur­eyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Al­freðs Gísla­sonar, lands­liðsþjálfara Þýska­lands og fyrr­verandi lands­liðs­manns í hand­bolta og lést hann á þriðju­daginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Al­freð stýrði Þýska­landi gegn Dan­mörku á HM í hand­bolta.

Handbolti

Sjáðu markið sem hefði bjargað Ís­landi á HM

Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær.

Handbolti

Mynda­syrpa frá svekkelsinu í Zagreb

Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir.

Handbolti

Hvernig kemst Ís­land á­fram?

Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit?

Handbolti

Jón Axel og fé­lagar spila til úr­slita

Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld.

Körfubolti

„Fyrri hálf­leikurinn var al­veg frá­bær“

„Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi.

Handbolti