
Enski boltinn

Þjálfari rekinn út af fyrir að fella leikmann
Knattspyrnustjóra Gillingham hljóp full mikið kapp í kinn leik gegn Wallsall í ensku D-deildinni á laugardaginn.

Lífvörður Salahs leysir frá skjóðunni: „Þetta gæti gert hann veikan eða drepið hann“
Lífvörður eins þekktasta og besta fótboltamanns heims hefur sagt frá því hvað hann gerir til að tryggja öryggi skjólstæðings síns.

Everton náði í fyrstu stigin á Anfield
Kvennalið Liverpool og Everton mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Anfield fyrir framan rúmlega 20.000 áhorfendur.

Udogie: Alltaf verið minn stærsti draumur
Destiny Udogie, leikmaður Tottenham og ítalska landsliðsins, segist vera himinlifandi eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið í gær.

Gæti farið til Barcelona á afslætti
Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið nú á dögunum en það er þó klásúla í samningi hans sem hefur vakið talsverða athygli.

Arsenal leiðir kapphlaupið um Vermeeren
Arsenal er sagt vera að vinna kapphlaupið við Barcelona um ungan belgískan miðjumann.

Sturridge sendir frá sér yfirlýsingu eftir handtökuskipunina
Daniel Sturridge, fyrrum knattspyrnumaður, gaf frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í kjölfarið á því að handtökuskipun var gefin út á hendur honum.

Vilja aflétta banni á útsendingum
Forráðarmenn félaga í ensku úrvalsdeildinni eru sagðir vera í viðræðum við deildina til þess að aflétta banni á útsendingum á leikjum um miðjan dag í Bretlandi.

Erik Ten Hag vill halda McTominay
Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er sagður vilja halda Scott McTominay hjá félaginu í janúar.

United ætlar að rannsaka meiðslavandræði liðsins
Manchester United hyggst hefja rannsókn á meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili en þetta segir John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Odegaard: Besta ákvörðun sem ég hef tekið
Martin Odegaard, fyrirliði Arsenal, segir að ákvörðun hans að yfirgefa Real Madrid haf verið sú besta á ferlinum.

„Ég horfi mikið á Salah og Mbappe“
Noni Madueke, leikmaður Chelsea, segist líta upp til þeirra Mohamed Salah og Kylian Mbappe.

„Hann vildi að ég spilaði ofar á vellinum“
David Raya, markvörður Arsenal, segir að Mikel Arteta hafi gert sig að aðalmarkverði Arsenal þar sem hann sé góður í spila ofar á vellinum.

„Tími fyrir stuðningsmenn Arsenal að gleyma þessu“
Emmanuel Adebayor, fyrrum knattspyrnumaður sem lék til að mynda með Arsenal, Manchester City og Tottenham, segir að nú sé tími til kominn fyrir Arsenal stuðningsmenn að fyrirgefa honum.

Áfall fyrir bæði Skota og Liverpool
Andrew Robertson, fyrirliði Skotlands og leikmaður Liverpool, gæti misst af leikjum liða sinna á næstunni.

Newcastle vill uppalinn leikmann Arsenal sem hefur fengið fá tækifæri
Newcastle United hefur áhuga á að fá miðjumanninn Emile Smith-Rowe, uppalinn leikmann Arsenal til liðs við sig en sá hefur ekki séð margar mínútur inn á vellinum með Skyttunum á yfirstandandi tímabili.

Liverpool þarf að endurgreiða miða er framkvæmdir frestast enn frekar
Framkvæmdir á Anfield Road stúkunni á Anfield, heimavelli Liverpool, frestast enn frekar og neyðist liðið til að endurgreiða miða á grannaslag liðsins við Everton.

Dánarorsök leikmanns enn óþekkt
Dánarorsök Maddy Cusack, fyrrum leikmanns Sheffield United á Englandi, liggur ekki fyrir eftir rannsókn. Sú rannsókn hefur verið framlengd um sex vikur.

Eigandi Bournemouth ætlar að stofna nýtt félag í áströlsku úrvalsdeildinni
Bill Foley, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth, hefur tryggt forkaupsrétt á nýju félagi í Auckland, fjölmennustu borg Nýja-Sjálands. Meðal hluthafa í fjárfestingahópnum sem Bill Foley leiðir er kvikmyndastjarnan Michael B. Jordan og Ryan fjölskyldan, sem á minnihluta í Chicago Bears í NFL deildinni.

Andros Townsend skrifar undir hjá Luton
Enska úrvalsdeildarliðið Luton Town hefur gengið frá skammtímasamningi við fyrrum enska landsliðsmanninn Andros Townsend. Leikmaðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Everton rann út í sumar.

Stuðningsmenn Fulham boða mótmæli vegna miðaverðs
Stuðningsmannasveit enska úrvalsdeildarliðsins Fulham hefur boðað til mótmæla vegna 18% hækkunar á miðaverði fyrir næsta heimaleik liðsins gegn Manchester United.

Grealish hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín við beiðni ungs stuðningsmanns
Enska landsliðsmanninum Jack Grealish, leikmanni Manchester City er hrósað hástert fyrir framferði sitt í tapleik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þar sem að hann gladdi ungan stuðningsmann Arsenal.

Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Birmingham City
Wayne Rooney hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Birmingham City. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni.

Beckham hughreysti Maguire á erfiðri stundu: „Það snerti við mér“
Harry Maguire, landsliðsmaður Englands í fótbolta, segist hafa verið djúpt snortinn þegar að enska fótboltagoðsögnin David Beckham setti sig í samband við hann á dögunum og hughreysti hann.

Everton með hærra xG í vetur en Manchester City
Manchester City liðið átti ekki góðan leik á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en það er líka óhætt að segja að leikurinn hafi verið lítil skemmtun.

Telur að Man United nái ekki topp fimm
Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að hans gamla félag verði ekki meðal fimm efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar þegar henni lýkur næsta vor.

Saka missir af landsleikjum Englands vegna meiðsla
Vængmaðurinn Bukayo Saka verður ekki með enska landsliðinu í komandi verkefni. Hann missti af sigri Arsenal á Manchester City í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en fyrir það hafði hann spilað í 87 deildarleikjum í röð.

Ensk landsliðshetja fékk rautt spjald fyrir að tefja í fyrri hálfleik
Alex Greenwood er ein af hetjunum í enska kvennalandsliðinu í fótbolta en henni var ekki sýnd nein miskunn í toppleik Manchester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Rekinn burt af Emirates fyrir að abbast upp á Nasri
Stuðningsmanni Arsenal var vísað út af Emirates leikvanginum á meðan leiknum við Manchester City í gær stóð. Hann abbaðist upp á fyrrverandi leikmanni liðsins.

Shearer: Frábært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titilbaráttuna
Alan Shearer, sérfræðingur BBC og markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar fagnar úrslitum gærdagsins þegar Arsenal vann 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester City.