Enski boltinn

Meistaradeildarleikur Liverpool mögulega á flakk
Það styttist í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en það er samt ekki alveg ljóst hvar allir leikirnir verða spilaðir.

Hayes gæti orðið fyrsta konan sem tekur við ensku karlaliði
Enska C-deildarliðið AFC Wimbledon íhugar að ráða Emmu Hayes, knattspyrnustjóra Englandsmeistara Chelsea, sem næsta stjóra liðsins.

Skuggalegir menn komu heim til Ferdinands og sögðu honum að skrifa undir samning við United
Rio Ferdinand segir að hópur stuðningsmanna Manchester United hafi komið heim til sín 2005 og hvatt sig til að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Báru saman tvær súpersóknir Liverpool á London leikvanginum
Þeir sem sáu Mohamed Salah skora seinna markið sitt um helgina fannst örugglega að þeir hafi séð svona svipað mark áður. Það kom líka á daginn þegar fólkið á samfélagsmiðlum Liverpool fór að skoða málið betur.

Nýi Liverpool maðurinn í fjögurra leikja bann í vetur fyrir að hrækja á mótherja
Miðverðir úr b-deildarliði og verstu vörn þýsku deildarinnar eiga að bjarga málunum fyrir Jürgen Klopp og Liverpool í miðvarðarhallæri félagsins.

Að láni frá Liverpool á síðustu stundu
Southampton hefur fengið Japanann Takumi Minamino að láni frá Liverpool eftir að félaginu mistókst að fá Ainsley Maitland-Niles, sem fór frá Arsenal til West Bromwich Albion.

Gylfi fær norskan samherja
Framherjinn Joshua King er að semja við Everton. Þetta segir fréttamaðurinn Kris Temple sem vinnur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC.

Matip frá út leiktíðina
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að varnarmaður liðsins Joel Matip muni ekki leika meira á leiktíðinni vegna ökklameiðsla.

Annar varnarmaður kominn til Liverpool
Liverpool hefur staðfest komu varnarmannsins Ozan Kabak til félagsins. Fregnir bárust af því snemma dags að Tyrkinn væri á leið til félagsins og nú hefur það verið staðfest.

„Í venjulegum glugga hefðum við ekki horft til Preston“
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að í venjulegum félagaskiptaglugga hefðu ensku meistararnir ekki horft til Preston í leit að nýjum leikmanni. Tilkynnt var í kvöld að Ben Davies, varnarmaður Preston, væri kominn til meistaranna.

Frá Preston til Liverpool
Varnarmaðurinn Ben Davies er kominn til Liverpool frá Preston North End en hann hefur skrifað undir langan samning við félagið.

Synir Bergkamps og Pochettinos til Watford
Enska B-deildarliðið Watford hefur fengið syni Dennis Bergkamp og Mauricio Pochettino til sín.

Öryggisgæsla við heimili Martial aukin vegna hótana
Manchester United hefur aukið öryggisgæslu við heimili Anthonys Martial vegna hótana sem honum hafa borist undanfarna daga.

Salah: Ég vil ekki fá sekt en VAR drepur leikinn
Mohamed Salah gerði útslagið fyrir Liverpool liðið í gær með tveimur laglegum mörkum á móti West Ham. Eftir leikinn lét hann þó myndbandsdómgæsluna heyra það.

Klopp útskýrði „rifrildið“ við Milner á hliðarlínunni
James Milner var ekki sáttur þegar Jürgen Klopp tók hann af velli í leiknum á móti West Ham í gær. Knattspyrnustjórinn útskýrði hvað var í gangi hjá þeim félögum í viðtölum eftir leikinn.

Síðasti séns fyrir Liverpool sem er að landa varnarmanni
Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á miðverði en þarf að klára kaupin í dag því nú er lokadagur félagaskiptagluggans sem opnast ekki aftur fyrr en í sumar.

Verðskuldað tap Tottenham
Tottenham tapaði 1-0 fyrir Brighton á útivelli í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta og eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en leikur Tottenham var ekki upp á marga fiska.

Ráku einn og seldu hinn
Það er enginn úr Pochettino fjölskyldunni lengur á mála hjá Tottenham en þetta varð ljóst í dag.

Öflugur útisigur Leeds
Leeds vann 3-1 sigur á Leicester í stórskemmtilegum leik í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var annar sigur Leeds í röð eftir að hafa tapað tveim í röð þar á undan en jafnframt fyrsta tap Leicester í síðustu tíu leikjum.

Fyrsti sigur Tuchel með Chelsea
Chelsea vann 2-0 sigur á Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var jafn framt fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Thomas Tuchel.

Horfir Liverpool til Bandaríkjanna í leitinni að miðverði?
Fjölmiðlar ytra greina frá því að Liverpool sé mögulega að horfa til Bandaríkjanna í leit þeirra að miðverði í janúarglugganum. ESPN greinir frá þessu um helgina.

Barkley hetja Villa en Ings nærri því að bjarga stigi fyrir í uppbótartíma
Aston Villa vann 1-0 sigur á Southampton í síðasta leik dagsins er liðin mættust á St. Mary’s í kvöld. VARsjáin kom Aston Villa til bjargar undir lok leiks.

Solskjær segir úrslitin á Emirates framfaraskref
„Ég er ánægður með frammistöðuna. Við komum hingað og höldum hreinu og fengum fín færi til þess að vinna leikinn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, í samtali við BBC eftir jafnteflið markalausa gegn Arsenal.

Markalaus á Emirates
Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Leikurinn var nokkuð fjörugur þrátt fyrir markalaust jafntefli.

Staðfesta framlengingu Jóhanns
Burnley staðfesti í dag á heimasíðu sinni að Jóhann Berg Guðmundsson hafi framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið.

Áttundi sigur City í röð
Manchester City er í góðum málum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu nauman 1-0 sigur á Sheffield United í dag. City er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Sheffield er á botninum.

Slæmt tap Everton í 300. úrvalsdeildarleik Gylfa á Englandi
Everton tapaði 2-0 fyrir Newcastle á heimavelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Slæmt tap Everton en mikilvægur sigur Newcastle. Þetta var jafnframt 300. úrvalsdeildarleikur Gylfa Sigurðssonar á Englandi.

Liverpool sagt hafa áhuga á Mustafi
Liverpool íhugar, samkvæmt The Telegraph, að sækja varnarmanninn Shkodran Mustafi frá Arsenal. Mustafi hefur mest setið á bekknum hjá Arsenal að undanförnu en Liverpool sárvantar varnarmann.

Azpilicueta segist ekki hafa slegist við Rudiger
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, segir ekkert til í þeim ásökunum að honum og Antonio Rudiger hafi lent saman á æfingu Chelsea fyrr í vikunni.

Pirraðist er Keane ræddi um Liverpool
Ian Holloway, fyrrum knattspyrnustjóri meðal annars Crystal Palace, gagnrýndi framgöngu Roy Keane á sjónvarpsstöðinni Sky Sports en harðhausinn hefur verið reglulegur spekingur hjá Sky Sports síðustu ár.